Fara í efni

Rútuferðir

38 niðurstöður

no17.is Private Service / Auðun Benediktsson

Heiði, Svalbarðsströnd, 601 Akureyri

Starfssemi fyrirtækisins er sala dagsferða, fjöldagaferða eða transfer,hvert viltu fara og hvenær viltu fara. !  

Lögð er áhersla á að veita persónulega þjónustu sérsniðna að þörfum hvers og eins. 
Áralöng reynsla  starfsmanna af ferðaþjónustu kemur viðskiptavinum til góða í þeirri viðleitni að tryggja hátt þjónustustig.

Sérstaklega er bent á þjónustu við fatlaða þar sem fyrirtækið hefur yfir að ráða sérútbúnum bíl sem getur tekið allt að 4 hjólastóla.

Traverse Iceland / Trip Iceland

Skaftafellsstofa, 785 Öræfi

GTS ehf.

Fossnes C, 800 Selfoss

GTs - Guðmundur Tyrfingsson ehf. er rótgróið fjölskyldufyriræki sem var stofnað 1969. Fyrirtækið er rútufyrirtæki, ferðaskrifstofa og skipuleggjandi ferða á Íslandi. Við bjóðum upp á dagsferðir, óvissuferðir, sérferðir, ásamt allri almennri keyrslu og þjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Travel Service Iceland

Þverholt 28, 105 Reykjavík

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Austfjarðaleið

Gilsbakki 10, 740 Neskaupstaður

Austfjarðaleið annast áætlunarferðir um byggðir Austfjarða. Fyrirtækið leigir einnig út bíla til ferða af öðru tagi, jafnt í byggð sem á öræfum, á öllum árstímum. Einnig getur það útvegað gistingu og afþreyingu af ýmsu tagi. Nánari upplýsingar um áætlun og rekstur er að finna á heimasíðu Austfjarðaleiðar, www.austfjardaleid.is 

Sæti hópferðir ehf.

Dalbrún 12, 700 Egilsstaðir

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vakinn

Kynnisferðir - Reykjavik Excursions

BSÍ Bus Terminal, 101 Reykjavík

Reykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla.

Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/

Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð.

www.re.is

Askja - Mývatn Tours

Arnarnes, 660 Mývatn

Öskjuferðin er ógleymanleg dagsferð, ósnortið svæði og það er eins og maður er staddur á tunglinu.

Farið er frá Mývatnssveit sem leið liggur upp á hálendið.

Ferðin tekur um 3-4 klukkustundir að komast upp á Öskjuplan þar sem gengið er inn að Öskjuvatni. Gangan tekur um 35 mínútur og er löng en flat er inn að vatni. Á leiðinni upp á plan er stoppað við ýmsa fegurðarstaði eins og Grafarlandaá, Herðubreiðarlindir og Jökulsá á Fjöllum. Þegar er komið er upp á plan þá er stoppað þar um 2 til 3 tíma, fer eftir veðri og fjölda.

Nægur tími til að ganga og skoða sig um og jafnvel fá sér sundsprett í Víti, þegar aðstæður leyfa. Síðan er stoppað í Drekagili á leið til baka. Þar er hægt að setja niður og jafnvel ganga inn Drekagil.

Við erum að koma til baka á milli 19 og 20 á kvöldin.

iBus ehf.

, 220 Hafnarfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Almenningssamgöngur

-, 101 Reykjavík

Publictranport.is:

Á vefnum www.publictransport.is er að finna ítarlegar upplýsingar um almenningssamgöngur á Íslandi, bæði rútur, flug og ferjur. 

Aðrar gagnlegar síður um almenningssamgöngur eru m.a.:

Rútur: Strætó: Smellið hér 

Flug:

Ferjur:

Einnig má benda á svæðisbundnar upplýsingar um almenningssamgöngur, sem finna má á landshlutavefjunum: 

 

Vakinn

Bus4u - Iceland ehf.

Vesturbraut 12, 230 Reykjanesbær

Hjá Bus4u Iceland færðu þær lausnir sem þú þarf í samgöngum á landi, við bjóðum uppá almennar hópferðir, almenningssamgöngur, starfmannaakstur, hvataferðir og hvað sem er sem viðkemur því að ferðast í hópferðabíl. Við hjálpum þér að fínpússa hugmyndina þína með hagsmuni þína að leiðarljósi.


Flotinn okkar samstendur af 7 manna lúxusbílum uppí 72 farþega langferðabíla og allt þar á milli. Hafðu samband og fáðu ráðgjöf fyrir ferðina þína.

Snæfellsnes Excursions

Sólvellir 5, 350 Grundarfjörður

Rútuferðir, dagsferðir um Snæfellsnes.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

 

 

Akurinn Bus ehf.

Brekkugata 36, 600 Akureyri

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Hópbílar

Melabraut 18, 220 Hafnarfjörður
Hópbílar hf. var stofnað árið 1995 og hefur það að markmiði að bjóða upp á nýjar og nýlegar rútur með öllum helstu þægindum og öryggi. Með því stuðla Hópbílar að minni mengun. Nýjar rútur gefa aðeins frá sér brot af þeim óæskilega útblæstri sem kemur frá gömlum rútum. Helstu verkefni Hópbíla hf. eru tengd ferðaþjónustu og öllum þeim sem vilja ferðast, fyrirtækjum sem og einstaklingum.
Vakinn

Flugrútan

BSÍ Bus Terminal, 104 Reykjavík

Flugrútan er öruggur og þægilegur ferðamáti til þess að komast til og frá Leifsstöð. 

Flugrútan þjónustar öll flug. Ef fluginu seinkar, þá bíður Flugrútan! Frí internet tenging er um borð sem og USB hleðslubankar. Mælt er með að bóka miða fyrirfram á heimasíðunni www.flybus.is

SBA-Norðurleið

Hjallahraun 2, 220 Hafnarfjörður

SBA - Norðurleið sérhæfir sig í útleigu hópferðabifreiða og er eitt það stærsta sinnar tegundar á Íslandi. Fyrirtækið er með starfstöðvar á Akureyri og í Hafnarfirði. 

SBA-Norðurleið leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum góða bíla sem henta við öll tækifæri. Bílaflotinn samanstendur 100 vel útbúnum bifreiðum til sumar- og vetraraksturs sem taka 6-73 farþega í sæti og þar af eru nokkrir öflugir fjórhjóladrifnir (4X4) rútur sem auka möguleika og öryggi í fjalla- og vetrarferðum. 

Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur stjórnenda, bifvélavirkja, bílstjóra og leiðsögumanna með yfir þriggja áratuga reynslu af rekstri hópferðabíla. 

Það getur verið þægilegur, hagkvæmur og umhverfisvænn kostur að leigja rútu.

Algengustu verkefni SBA-Norðurleiðar:

  • Lengri og styttri hópferðir fyrir ferðaskrifstofur, fyrirtæki og einkaaðila.
  • Þjónusta við skemmtiferðaskip
  • Íþróttaferðir
  • Akstur til og frá flugvelli
  • Skólahópar
  • Ráðstefnuhópar
  • Akstur í tengslum við veislur og hátíðleg tækifæri

Til að fá tilboð eða frekari upplýsingar sendið tölvupóst á sba@sba.is. Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er. 

Strætisvagnar Ísafjarðar

Sindragata 15, 400 Ísafjörður

Almenningssamgöngur innan Ísafjarðarbæjar:

Miðbær-Holtahverfi
Miðbær-Hnífsdalur
Ísafjörður-Suðureyri
Ísafjörður-Flateyri-Þingeyri

Einnig:
Ísafjörður-Hnífsdalur-Bolungarvík

Sjá áætlun hér

Between the Rivers

Norðurbraut 33, 801 Selfoss

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Snæland Grímsson

Langholtsvegur 109, 104 Reykjavík

Snæland Grímsson ehf. er rótgróið fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu. Fyrirtækið var stofnað af Snæland Grímssyni og fjölskyldu hans árið 1950 og hefur alla tíð síðan lagt áherslu á persónulega þjónustu sem byggð er á áratuga reynslu og þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu. Snæland Grímsson ehf. Starfar með völdum íslenskum ferðaþjónustuaðilum og á auk þess í samstarfi við margar af helstu ferðaskrifstofum Evrópu.
Stærð fyrirtækisins gefur því sveigjanleika til að sníða þjónustu þess að þörfum og óskum viðskiptavina og klæðskerasauma lengri og skemmri ferðir að óskum hvers og eins. Við erum fyrir þig hvort sem þú þarft einungis á ,,skutli” að halda eða vilt skipuleggja ógleymanlega ferð innanlands.

 

Skybus ehf

Hólmaslóð 12, 101 Reykjavík

Skybus er nýlega stofnað rútufyrirtæki sem bíður upp á nýlega bíla sem taka frá 20 farþegum upp í 60 farþega. Allir bílarnir eru útbúnir loftkælingu, breytanlegum sætum og bílbeltum. Sendu okkur tölvupóst á netfangið skybus@skybus.is með upplýsingum um þá ferð sem óskað er eftir að fara og við sendum þér svar um hæl með verði og öðrum hlutum sem gott er að hafa í huga.

Tanni ferðaþjónusta ehf.

Strandgata 14, 735 Eskifjörður

Tanni Travel er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu á Austurlandi.

Við erum fjölskyldufyrirtæki og má rekja sögu fyrirtækisins aftur til 1970 er Sveinn Sigurbjarnarson hóf rekstur fólksflutningabíls. Í dag erum við með 17 rútur í ýmsum stærðum og bjóðum upp á ferðir allt árið fyrir innlenda og erlenda hópa. Hvort sem það eru lengri eða styttri ferðir að þá sjáum við til þess að þú sjáir það best sem Austurland hefur upp á að bjóða. Gildi okkar endurspeglast í einkunarorðum okkar, reynsla, metnaður, skemmtun.

Gravel Travel

Kirkjubraut 10, 170 Seltjarnarnes

Gravel Travel er fjölskyldurekið fyrirtæki og við sérhæfum okkur í að bjóða upp á hágæða ferðaupplifun og persónulegar ævintýraferðir um hið töfrandi landslag Íslands. Með þrjár kynslóðir Íslendinga við stjórnvölinn komum við með mikið af sérfræðiþekkingu í hverja ferð og tryggjum að hver gestur fari með djúpa og varanlega tengingu við eyjuna okkar. Allt frá spennandi dagsferðum til einkaferða og margra daga ævintýra, við sníðum hverja upplifun að þínum þörfum. Ekki missa af flaggskipsferðinni okkar í hinn einstaka íshelli Kötlu – ógleymanleg upplifun í einu af hinum einstöku náttúruundrum Íslands.

Teitur Jónasson ehf.

Dalvegur 22, 201 Kópavogur

Teitur Jónasson ehf. var stofnað árið 1963 og hefur frá upphafi verið starfrækt í Kópavogi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru við Dalveg 22, skrifstofur, verkstæði og þvottastöð. Frá upphafi hefur Teitur hópferðir sinnt fjölbreyttri hópferðaþjónustu um allt land og býður allar stærðir hópferðabíla.

Þá hefur fyrirtækið um árabil sinnt skólaakstri í Kópavogi sem og Reykjavík og séð um áætlunarferðir frá höfuðborgarsvæðinu í Bláfjöll frá árinu 1975. Teitur Jónasson er leiðandi fyrirtæki með akstur á fötluðum erum með 25 sérhæfða bifreiðar fyrir akstur fatlaða með hjólastólalyftum auk þess að vera með 2 stórar rútur 49 og 43 manna sem eru með hjólastólalyftu. 

Fyrirtækið ræður yfir tæplega 90 fólksflutningabifreiðum af öllum stærðum og gerðum. Hafðu samband ef þig vantar rútu í styttri eða lengri verkefni. Við erum til þjónustu reiðubúin.

Hópferðir

Logafold 104, 112 Reykjavík

Hópferðir ehf. var stofnað árið 1998. Bílstjórarnir okkar taka á móti hópnum þínum með bros á vör og koma þér örugglega á áfangastað. Hægt er að koma til móts við ýmsar þarfir, skipuleggja uppákomur og veita persónulega þjónustu. Litlar eða stórar rútur og allt þar á milli.

Fjölbreyttir bílar fyrir fjölbreyttar ferðir
Hvort sem þú þarft hópferðabíl fyrir hóp af leikskólabörnum eða leiðsögumann fyrir helgarferð saumaklúbbsins á Ísafjörð, getum við aðstoðað þig. Hafðu samband og við hjálpum þér að setja saman skemmtilega ferð á sanngjörnu verði. Við útvegum einnig rútur með aðgengi fyrir fatlaða, í lengri eða styttri ferðir.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Grand Travel

Skeiðarás 4, 210 Garðabær

Vantar þig einstaklega þægilegan en umfram allt öruggan ferðamáta fyrir þinn hóp ? Þá erum við með rétta bílinn fyrir þig.

Grand Travel var stofnað árið 2012 og er nýtt fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu. Við bjóðum uppá nýja og glæsilega hópferðabíla sem búnir eru öllum helstu þægindum s.s. breiðari sætum, hallandi baki, , góðu hljóðkerfi, DVD, sjónvarpi, þráðlausum hljóðnema, interneti og kæliskáp ásamt snyrtingu.

Við hjá Grand Travel leitumst við að þjónusta stóra sem smáa hópa hvort sem það eru stuttar ferðir innanbæjar eða í lengri skipulagðar ferðir um landið. Við sérsníðum okkar þjónustu að þínum þörfum, bjóðum uppá áreiðanlega bílstjóra og einstaklega góðan ferðamáta.

Guðmundur Jónasson ehf.

Vesturvör 34, 200 Kópavogur

Guðmundur Jónasson (GJ Travel) er með víðtæka reynslu af skipulagningu rútuferða og aðra ferðaskipulagningu um allt land fyrir stóra sem smáa hópa. Fyrirtækið á ýmsar stærðir af hópferðabílum og er frumkvöðull þegar kemur að  hálendisferðum. Guðmundur Jónasson (GJ Travel) býður upp á:

  • dagsferðir
  • lengri ferðir
  • tjaldferðir
  • trússferðir (möguleiki að leigja tjöld, dýnur og annan búnað)
  • innanbæjarskutl og margt fleira.

Floti GJ Travel er fyrsta flokks og býður upp á WiFI, þriggja punkta öryggisbelti, loftkælingu og stærri bílar eru með salerni. 

Einnig getum við boðið upp á pakkaferðir þar sem gisting, afþreying, matur og leiðsögn er innifalinn.
Endilega hafið samband til að fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á ruta@gjtravel.is, hringja í síma 520-5200 eða hafa samband við okkur á facebook @gjtravelhopferdabilar (Guðmundur Jónasson Hópferðabílar – GJ Travel) 

Sæmundur Sigmundsson

Brákarbraut 20, 310 Borgarnes

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

ME Travel

Stálhella 2, 221 Hafnarfjörður

Vinsamlega hafið samband vegna bókana.

SBA-Norðurleið

Hjalteyrargata 10, 600 Akureyri

 SBA - Norðurleið sérhæfir sig í útleigu hópferðabifreiða og er eitt það stærsta sinnar tegundar á Íslandi.
Fyrirtækið er með starfstöðvar á Akureyri og í Hafnarfirði.
 

SBA-Norðurleið leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum góða bíla sem henta við öll tækifæri. Bílaflotinn samanstendur 100 vel útbúnum bifreiðum til sumar-og vetraraksturs sem taka 6-73 farþega í sæti og
þar af eru nokkrir öflugir fjórhjóladrifnir (4X4) rútur sem auka möguleika og öryggi í fjalla- og vetrarferðum.
  

Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur stjórnenda, bifvélavirkja, bílstjóra og leiðsögumanna með yfir þriggja
áratuga reynslu af rekstri hópferðabíla.
 

Það getur verið þægilegur, hagkvæmur og umhverfisvænn kostur að leigja rútu. 

Algengustu verkefni SBA-Norðurleiðar: 

· Lengri og styttri hópferðir fyrir ferðaskrifstofur, fyrirtæki og einkaaðila. 

· Þjónusta við skemmtiferðaskip 

· Íþróttaferðir 

· Akstur til og frá flugvelli 

· Skólahópar 

· Ráðstefnuhópar 

· Akstur í tengslum við veislur og hátíðleg tækifæri 

Til að fá tilboð eða frekari upplýsingar sendið tölvupóst á sba@sba.is. Öllum fyrirspurnum er svarað
eins fljótt og auðið er.
  

Viking Tours

Heiðarvegur 59, 900 Vestmannaeyjar

Viking Tours er vaxandi fyrirtæki með góðan flota af rútum í ýmsum stærðum. Við getum boðið rútur fyrir 49 til 69 farþega ásamt lúxusbílum fyrir 6 manns og lúxus Sprinter fyrir allt að 19 manns. Flotinn okkar er nútímalegur, vandaðurog mætir kröfum viðskiptavina um þægindi og sveigjanleika. Þú getur leigt rúturnar með eða án bílstjóra.

HVÍTÁ travel

Þórólfsgata 12, 310 Borgarnes

HVÍTÁ Travel dregur nafn sitt af ánni Hvítá, mesta vatnsfalli í Mýra & Borgarfjarðarsýslu. Hvítá á upptök sín í Eiríksjökli þar sem hún skoppar af stað sem lítil á. Lækir og ár renna í hana og þegar hún fellur til sjávar við Borgarnes 117 km frá upptökum sínum er hún orðin að stórfljóti. Á Hvítá eru sex brýr. Á dæmigerðri dagsferð um Borgarfjörð förum við yfir allar brýrnar og er nafnið HVÍTÁ travel þaðan komið.

Ferðir:

Borgarfjörður - Sögustaðir & Náttúra
Dagsferð frá Borgarnesi með ökuleiðsögn um blómlegar sveitir Borgarfjarðar. Fjölbreytt ferðalag sjá má fallega fossa, hraun, skóga, ár, brýr, jarðhita og jökla ásamt frægum sögustöðum héraðsins. Ferðin tekur +/- 6,5 klst, Lágmarksfjöldi í ferð er tveir farþegar. Hámarksfjöldi 8 manns. Áætlaður brottfarartími er um hádegisbil.

Á slóðum Egilssögu
Í ferðinni heimsækjum við sögustaði Egilssögu í Borgarnesi og næsta nágrenni, heimsækjum staðina og rifjum upp það sem þar gerðist. Ferðin tekur +/- 1,5 klst. Hámarksfjöldi í ferð 8 manns.

Landferðir ehf.

Lyngheiði 10, 810 Hveragerði

Landferðir keyra alla hópa, hvort sem um ræðir ferðamenn, íþróttahópa, skólaferðir, 
leikskólaferðir, eldriborgaraferðir, starfsmannaferðir, söguferðir, ballferðir, bíóferðir, 
leikhúsferðir, steggjaferðir, gæsaferðir, sveitaferðir, óvissuferðir, skíðaferðir og fleira.

Það er okkur ánægja að aka ykkur um landið. Á heimasíðu Landferða er linkur þar sem hægt
er að skoða fjölbreytt landslag sem Ísland hefur upp á að bjóða,einnig er hægt að lesa um 
athyglisverða staði á Íslandi, Það gæti hjálpað þér að skipuleggja ferðarplan þitt. 
Við getum einnig skipulagt ferð fyrir þig að þinni ósk

Vestfjarðaleið ehf.

Sundstræti 39, 400 Ísafjörður

Bjóðum uppá dagsferðir fyrir hópa allt að 52 farþegum og gefum góð tilboð í flest allar ferðir, reynsluboltar eru í hverju horni í okkar litla en góða fyrirtæki.

Fjallasýn

Smiðjuteigur 7, 641 Húsavík

Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki í ferðaþjónustu sem hefur sérhæft sig í akstri og skipulagningu ferða um Ísland með sérstaka áherslu á norðausturland, með eða án leiðsagnar.

Við þjónum bæði einstaklingum og hópum eftir þeirra óskum og þörfum. Ökutæki okkar eru til þess fallin að takast á við mismunandi verkefni og aðstæður. Fyrirtækið er með aðsetur í Reykjahverfi, í næsta nágrenni Húsavíkur en það hamlar ekki því að við tökum að okkur verkefni hvar sem er á landinu t.d. til og frá Húsavík, Akureyri, Reykjavík og Keflavík. Við þjónustum íslenska og erlenda hópa sem koma til landsins hvort sem er með flugi eða skemmtiferðaskipum.

AKSTUR og trúss með útivistarhópa

Fjallasýn bíður upp á að aka útivistarhópum milli staða t.d. að upphafspunkti leiðar og sækja þá þangað sem þau hafa hug á að ljúka ferð. Einnig getum við trússað þ.e. flutt farangur milli staða / skála. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í nágrenni Húsavíkur. Þaðan er stutt til margra náttúrperlna með góðum möguleikum til hreyfingar, svo sem Vatnajökulsþjóðgarðs með Jökulsárgljúfrum og Öskju, Mývatn, Flateyjardals ofl. ofl.

Fjallasýn bíður uppá akstur til og frá Húsavíkurflugvelli í tengslum við flug með Flugfélaginu Erni. Ennfremur akstur innanbæjar á Húsavík eða úr næsta nágrenni t.d. í og úr Sjóböðunum.

Snorri Travel

Völuteigur 6, 270 Mosfellsbær

Snorri Travel er rútuþjónusta sem sérhæfir sig í útleigu á rútum með bílstjóra fyrir lengri og styttri hópferðir. Við erum fjölskyldufyrirtæki sem hefur flutt ferðamenn á Íslandi í meira en 35 ár. Markmið okkar er einfalt, við erum hér til að veita hagkvæma og áreiðanlega hópferðaþjónustu. Við þjónustum stærri aðila; svo sem ferðaskrifstofur og skemmtiferðaskip en einnig einkahópa svo sem fjölskyldur, nemandahópa og starfsmannahópa.

Vill hópurinn fara á vélsleða, að skoða íshella eða fara í siglingu á Jökulsárlóni? Sjá norðurljósin, skoða eldfjöll, jökla, hella, fossa eða hveri? Fara á kajak, í gönguferðir, hvalaskoðun, í tjaldferð? Borða á fínum veitingastöðum eða fá sér pylsu á bæjarins bestu? Fara í sund, í Bláa lónið eða Sky Lagoon, fara á hestbak eða skoða lunda? Heimsækja söfn, sögulega staði eða kannski eitthvað allt annað?

 Segið okkur frá því og við hjálpum ykkur að láta það gerast.

Austfjarðaleið

Óseyri 1, 730 Reyðarfjörður

Austfjarðaleið er eitt elsta rútufyrirtæki landsins en það var stofnað árið 1962 af Sigfúsi Kristinssyni, eða Fúsa á Austfjarðarútunni, sem var þekktur fyrir landslagslýsingar sínar og hnyttnar frásagnir af mönnum og málefnum
Synir Fúsa, Haukur og Sigfús Valur tóku við rekstrinum af föður sínum, en árið 1985 keypti Hlífar Þorsteinsson fyrirtækið og hefur rekið það síðan.

Höfuðstöðvar Austfjarðaleiðar eru í Fjarðabyggð og liggur leiðin því oft um Oddsskarð sem er einn hæsti og erfiðasti fjallvegur landsins, í 632 metra hæð yfir sjávarmáli.

Við hjá Austfjarðaleið leggjum mikla áherslu á öryggi farþeganna, gott viðhald og hreina og þægilega bíla.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Gray Line Iceland

Klettagarðar 4, 104 Reykjavík

Markmið okkar er að veita ógleymanlega upplifun á Íslandsferð.

Gray Line Iceland býður upp á ferðaskipulagningu fyrir hópa af öllum stærðum og rútuleigu á fyrsta flokks hópferðabílum.

Einnig bjóðum við upp á skemmtilegar dagsferðir með leiðsögn frá Reykjavík og áætlunarferðir til og frá Keflavíkurflugvelli.

Allir okkar bílar eru útbúnir öryggisbeltum, WiFi, sjónvarpi og DVD spilara og hægt er að panta bíla með salerni og extra fótaplássi. Einnig bjóðum við upp á fjórhjóladrifna hópferðabifreiðar fyrir hálendisferðir.

Við höfum skipulagt ferðir um Ísland fyrir Íslendinga og aðra ferðamenn í yfir 30 ár og erum stolt af því frábæra starfsfólki okkar sem býður upp á persónulega þjónustu og aðstoð til viðskiptavina okkar.

Kíktu við, hringdu eða skrifaðu okkur línu og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Westfjords Adventures

Þórsgata 8a, 450 Patreksfjörður

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

 

Opnunartímar;

Mán - Fös 08:00 - 17:00

Lau + Sun 10:00 - 12:00