Fara í efni

HVÍTÁ travel

HVÍTÁ Travel dregur nafn sitt af ánni Hvítá, mesta vatnsfalli í Mýra & Borgarfjarðarsýslu. Hvítá á upptök sín í Eiríksjökli þar sem hún skoppar af stað sem lítil á. Lækir og ár renna í hana og þegar hún fellur til sjávar við Borgarnes 117 km frá upptökum sínum er hún orðin að stórfljóti. Á Hvítá eru sex brýr. Á dæmigerðri dagsferð um Borgarfjörð förum við yfir allar brýrnar og er nafnið HVÍTÁ travel þaðan komið.

Ferðir:

Borgarfjörður - Sögustaðir & Náttúra
Dagsferð frá Borgarnesi með ökuleiðsögn um blómlegar sveitir Borgarfjarðar. Fjölbreytt ferðalag sjá má fallega fossa, hraun, skóga, ár, brýr, jarðhita og jökla ásamt frægum sögustöðum héraðsins. Ferðin tekur +/- 6,5 klst, Lágmarksfjöldi í ferð er tveir farþegar. Hámarksfjöldi 8 manns. Áætlaður brottfarartími er um hádegisbil.

Á slóðum Egilssögu
Í ferðinni heimsækjum við sögustaði Egilssögu í Borgarnesi og næsta nágrenni, heimsækjum staðina og rifjum upp það sem þar gerðist. Ferðin tekur +/- 1,5 klst. Hámarksfjöldi í ferð 8 manns.

Hvað er í boði