Happy Tours“ var stofnað í maí 2009. Það er lítið fjölskyldufyrirtæki. Við höfum gert út báta til fiskveiða á Íslandsmiðum síðan 1970. Skipstjórinn hefur mikla reynslu og hefur verið á sjó í 40 ár með hléum. En í dag einbeitum við okkur að velferð farþeganna í bátnum okkar „Sögu.“
Helsta markmiðið er að bjóða gestum upp á skemmtilega og fræðandi reynslu. Við viljum sýna umhverfið frá nýju og spennandi sjónarhorni með lífríki sjávar í forgrunni. Við tökum aldrei fleiri en 20 farþega í ferð og höfum því tækifæri til að sinna þörfum allra bæði við fiskveiðar og fuglaskoðun.
Báturinn okkar „Saga“ er fallegur 20 tonna hefðbundinn eikarbátur sem var smíðaður á Íslandi árið 1970. Honum hefur nú verið breytt til farþegaflutninga. Um borð eru öll öryggistæki samkvæmt nýjustu kröfum þar um. Öryggi farþega og áhafnar er í forgangi hjá okkur.
Báturinn er staðsettur í hjarta gömlu hafnarinnar í Reykjavík þar sem heitir Vesturbugt. Þetta er vestan við slippinn, nálægt sjóminjasafninu (maritime museum- skiltinu) og er þá Hlésgata ekin niður að minni flotbryggjunni.
Hægt er að leigja bátinn í ferðir fyrir hópa utan áætlunar samkvæmt samkomulagi.
Við byrjum að sækja á gististaði á höfuðborgarsvæðinu um klukkustund fyrir brottför.
Á veturna erum við með rútuferðir í norðurljós og einnig skoðunarferðir um Reykjanesskagann. Við tökum mest 15 farþega í þær ferðir svo að hver og einn ætti að geta notið sín og fengið persónulega þjónustu.
SJÓSTÖNG
Tímabil: 15.apríl – 31.ágúst (alla daga)
Ferðatími: Um það bil 2,5 klukkustundir.
Brottför: 11:00 frá flotbryggju í Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn næst sjóminjasafninu.
LUNDASKOÐUN
Tímabil: 1.maí – 23.ágúst (alla daga)
Ferðatími: Um 1 klukkustund.
Brottför: 15:00, 17:00 og 19:00 frá flotbryggju í Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn, næst Sjóminjasafninu.
REYKJANESSKAGINN. LANDSLAG OG MENNING.
Tímabil: 5. nóvember – 31. mars á laugardögum
Ferðatími: 6 klukkustundir (+ – 1).
Brottför: 10:00
Lámarkfjöldi farþega eru 2.
NORÐURLJÓSAFERÐ
Tímabil: 5. september – 15. apríl annan hvern dag
Ferðatími: 2,5 klukkustundir
Brottför: 21:30
Lámarkfjöldi farþega eru 2.
Fyrir nánari upplýsingar heimsækið heimasíðuna okkar