Special Tours
Special Tours bjóða uppá ævintýraferðir á sjó fyrir alla fjölskylduna frá gömlu höfninni í Reykjavík. Dæmi um ferðirnar sem eru í boði eru hvalaskoðun, lundaskoðun, sjóstangaveiði, RIB hraðbátaferðir og norðurljósaferðir. Allar ferðirnar eru í boði fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa.
Special Tours gera út 6 báta og geta því boðið uppá fjölbreytt úrval ferða fyrir einstaklinga og hópa bæði í skipulagðar brottfarir og sérferðir fyrir fyrirtækjahópa, vinahópa o.s.fr. Lengd ferða er allt frá 45 mín. til 3,5 klst.
Sjóstangaveiði er frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Sjóstangir og hlífðarfatnaður er til staðar og áhöfnin hjálpar til við að gera að aflanum sem er grillaður um borð í lok ferðar við mikinn fögnuð stoltra veiðimanna. Sé afgangs afli er að sjálfsögðu boðið uppá að taka aflann með sér heim.
RIB hraðbátaferðir eru tilvaldar fyrir þá sem vilja meiri hraða og meira stuð í ferðunum. Báturinn tekur allt að 12 manns í dempandi sæti fyrir aukin þægindi og er tilvalinn í skemmtiferðir um sundin en er einnig frábær í 2 klst. hvalaskoðunarferðir út í Faxaflóa. Frábær skemmtun fyrir vinahópa, starfsmannahópa, gæsanir og steggjanir.
Lundaskoðunarferðir eru sérgrein Special Tours enda hefur fyrirtækið farið slíkar ferðir frá árinu 1996. Farþegar okkar komast mjög nálægt eyjunum rétt fyrir utan Reykjavík vegna þess hve grunnt báturinn Skúlaskeið ristir. Stutt og tilvalin ferð fyrir fjölskylduna þar sem ekki þarf að sigla langt út, heildartími ferðarinnar er um 1 klst. og nóg af sætum bæði innandyra og úti.
Norðurljósasiglingar er ógleymanleg ferð þar sem norðurljósin eru elt uppi á sundunum fyrir utan Reykjavík, í fjarlægð frá ljósmengun borgarinnar.
Fyrir nánari upplýsingar um ferðirnar, verð og brottfarartíma bendum við á heimasíðu Special Tours www.specialtours.is. Fyrirspurnir um sérhópa má senda á info@specialtours.is eða hringja í síma 560 8800.