Fara í efni

Fjörur

51 niðurstöður

Aðalvík

Ísafjörður
Aðalvík á Hornströndum

Akranes gönguleið

Akranes

Akranes er fjölmennasta þéttbýli Vesturlands, með um 7.688 íbúa. Fjölmargar gönguleiðir er að finna á svæðinu, með fjölbreytu undirlagi og með áhugaverðum áningarstöðum. Gönguleiðir er að finna á útjaðri bæjarins, við sjávarsíðu og inn í bænum sjálfum sem gerir gestum og íbúum Akranes kleift að upplifa mikin fjölbreytileika.   

Akranes hefur margt uppá að bjóða þegar kemur af afþreyingu og upplifun en þekktustu svæðin eru Langisandur og Breiðin. Langisandur er gríðarlega vinsæll meðal íbúa Akranes en þar er að finna fjölmargar afþreyingarmöguleika, hvort það er að fara í Guðlaugu, sjósund, líkamsrækt eða að njóta strandlengjunnar og fegurðinni sem hún hefur að geyma.
Breiðin er vinsæll áfangastaður ferðamanna en svæðið hefur tekið miklum framförum, með góða innviði og góða upplýsingagjöf. Akraneskaupstaður hefur gert frábæra hluti þegar kemur að aðgengi og upplýsingagjöf og er gríðarlega
áhugaverður áfangastaður að heimsækja.  

Svæði: Akranes. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Kalmansbraut(nr.51), við tjaldsvæði Akranes. 

Erfiðleikastig: Auðveld leið. 

Vegalengd: 10.36km 

Hækkun: 0-50 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Engar merkingar. 

Tímalengd: 2.15klst. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót og malbikaður stígur. 

Hindranir á leið: Engar hindranir. 

Þjónusta á leið: Við tjaldsvæði Akranes og þjónustufyrirtæki á svæðinu. 

Upplýst leið: Meirihluti leiðar er upplýstur en hluti sem er óupplýstur. 

Tímabil: Opið 12 mánuði ársins.  

GPS hnit upphaf: N64°19.5756 W022°04.0371 við tjaldsvæði Akranes. 

GPS hnit endir: N64°18.7945 W022°02.6144 við Himnaríki. 

Ánastaðastapi

Hvammstangi

Skilti merkt Ánastaðastapi við veg nr.711 sýnir hver bílastæðið er. Notið stigann til að fara yfir girðinguna og gangið stuttan spöl niður hlíðina, meðfram litlum læk og niður á strönd. Hér finnur þú fallegan sjóklett, Ánastaðastapa. Vinsamlegast athugið að þessi staður er lokaður fram í júlí vegna sauðburðar. 

Beruvík gönguleið

Snæfellsbær

Upphaf gönguleiðar er við bílastæði hjá Beruvík. Gönguleið liggur um rústir bæja sem voru í Beruvík og er leiðin stikuð. Sagt er að kona að nafni Bera hafi búið í Beruvík. Í Beruvík voru tvær jarðir, Garðar og Hella. Nýjabúð, Bakkabúð og Helludalur voru hjáleigur. Landið var erfitt búskapar því lítil tún og hraun gerðu bændum erfitt fyrir. Þó var skjólsamt og góð beit árið um kring. Bændur sóttu sjóinn frá Beruvík og nýttu reka. Byggð lagðist af um miðja 20 öld. Á göngu um Beruvík er farið á milli bæjarrústa en sjá má m.a. fjárbað þar sem sauðfé var baðað vegna fjárkláða, Nýjabúð rústir og ýmsar tóftir á meðan Snæfellsjökullinn gnæfir yfir gesti.

Svæði: Beruvík, Snæfellsjökull þjóðgarður.

Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574. )

Erfiðleikastig: Auðveld leið

Vegalengd: 1.17km.

Hækkun: 7 metra hækkun.

Merkingar á leið: Merkingar á leið.

Tímalengd: 18 mínútur.

Yfirborð leiðar: Hraun og graslendi.

Hindranir á leið: Göngustígar eru þröngir, grasstígar, og blandað yfirborð.

Þjónusta á leið: Engin þjónusta á leið.

Upplýst leið: Leið óupplýst.

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið er ófær yfir mars og apríl mánuði.

GPS hnit upphaf: N64°48.7933 W023°57.6929

GPS hnit endir: N64°48.7933 W023°57.6929

Borgarsandur

Sauðárkrókur

Austan við Sauðárkrók er falleg svört sandströnd. Auðvelt er að leggja bílnum við vesturenda strandarinnar og fara í göngutúr til að njóta útsýnisins yfir Skagafjörð. Auðveld ganga sem hentar öllum og skemmtilegt að týna gersemar sem finnast á ströndinni.   

Brákarey

Borgarnes
Eyjur við Borgarnes. Nefndar eftir Þorgerði brák, persónu úr Egilssögu

Breiðafjörður

Annar stærsti flói á Íslandi með óteljandi eyjar og fjölbreytt dýralíf

Breiðamerkursandur - Fellsfjara

Höfn í Hornafirði
Breiðamerkursandur er stórt svæði á milli Suðursveitar og Öræfa þakið grófum sandi

Breiðavík

Patreksfjörður
Breiðavík er staðsett á leiðinni út á Látrabjarg

Breiðin á Akranesi

Akranes
Syðsti hluti Akranes með fögru útsýni, vitum og útivistarmöguleikum

Búðardalur-Laxarós

Búðardalur

Búðardalur í Dölum er þjónustumiðstöð Dalana en þar er að finna fjölmarga þjónustufyrirtæki, heilsugæslu og skóla. Helsta aðdráttarafl Búðardals er Vínlandssetrið en þar er að finna sýningar og sögur af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og Bandaríkjunum. Í Vínlandssetri er að finna upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn en í Búðardal er einnig að finna gistiheimili, tjaldsvæði ásamt veitinga-og kaffihús. Frá Vínlandssetri hefst gönguleið um Búðardal-Laxarós.  

Í byrjun göngu er gengið inn Ægisgötu en þar er að finna gangstétt sem liggur upp götuna. Niður við fjöruna
er búið að setja upp göngubrýr til að auðvelda aðgengi og mottur hafa verið settar niður á gönguleið til að auðvelda aðgengi gesta.
Gönguleið um Búðardal-Laxarós er falleg og fjölbreytt, með skemmtilegum áningarstöðum á leiðinni. Gönguleið er mjög greinileg þegar komið er niður í fjöruborðið en lítið er um merkingar á leiðinni allri. Vínlandssetur er mjög hentugur staður til að hefja eða enda göngu en þar er að finna alla þá þjónustu sem útivistafólk þarf en einnig væri hægt að hefja göngu á öðrum stöðum í Búðardal.  

 Svæði: Búðardalur, Dalabyggð. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Vestfjarðarvegur
(nr. 60) og gatnamótum Miðbraut og Ægisbraut inn í Búðardal. 

Erfiðleikastig: Auðveld og létt leið. 

Vegalengd: 1.43 km 

Hækkun: 0-50 metrar. 

Merkingar á leið: Á nokkrum stöðum á leið. 

Tímalengd: 21 mín. 

Yfirborð leiðar: malbik, smáir steinar, gras,
trékurl, blandað yfirborð. 

Hindranir á leið: Þrep eru víða. 

Þjónusta á leið: Vínlandssetur. 

Upplýst leið: Óupplýstar leiðir. 

Tímabil: Gönguleið er opin allt árið. 

GPS hnit upphaf: N65°06.6323 W021°46.3246 

GPS hnit endir: N65°05.9515 W021°46.3543  

Búðir

Snæfellsbær
Mikil náttúrufegurð, gullnar sandfjörur og úfið hraun með miklum gróðri

Búðir-Búðaklettur-Frambúðir

Snæfellsbær

Búðir er staðsett vestast í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Á Búðum var eitt sinn virkasti verslunastaður Snæfellsnes og
blómlegt sjávarþorp en fornleifa sem fundist hafa, t.d. á Frambúðum, benda til að starfsemi allt frá fyrstu landnámi Íslands. Víðáttumikið hraun Búðahrauns nær austur í átt að sjó við Faxaflóa og vestur að Hraunlandsrifi.  

Gönguleið um Búðir-Frambúðir og Búðaklett er fjölbreytt náttúru upplifun. Náttúra svæðisins, í bland við þá sögu og minjar sem eru fyrir, gerir gönguleið um Búðir-Búðaklett og Frambúðir að einstakri upplifun. Merkingar á svæðinu eru til fyrirmyndar, þar sem stikur og vegvísar eru mjög greinilegir. Gönguleið frá Frambúðum og að Búðakirkju er nokkuð
ógreinileg og sumstaðar engar merkingar um hvar væri best að ganga en einungis er um að ræða stutta leið. Búðahraun er á náttúruminjaskrá Umhverfisstofnunar yfir friðlönd á Íslandi en Búðir er einn af vinsælustu áfangastöðum
Vesturlands. Hótel Búðir er vinsæll kostur þegar kemur að gistingu og veitingum, kirkjan á Búðum er gríðarlega vinsæl fyrir brúðkaup og er sú þekktasta kirkja á Vesturlandi. Svæðið í kring um Búðir er mjög vinsælt útivistarsvæði, með ljósum strandlengjum í bland við svarta strandlengju og gullfallega náttúru þar sem Snæfellsjökullinn gnæfir yfir svæðið.  

Svæði: Snæfellsbær 

Vegnúmer við upphafspunkt: Beygt er af þjóðveg nr. 54 (Snæfellsnesveg) og inn á veg nr. 574 (Útnesvegur) og er þar afleggjari inn á Búðir (Búðavegur). 

Erfiðleikastig: Létt leið. Einfaldar skemmtigöngur sem breiður hópur notenda getur nýtt sér.  

Vegalengd: 6.8km 

Hækkun: 88 metra hækkun (Búðaklettur). 

Merkingar á leið: Stikur og vörður eru á leið. 

Tímalengd: 1.4 klst 

Yfirborð leiðar: Smá grjót, gras, hraun og blönduðu náttúrulegu efni. 

Hindranir á leið: Þrep eru á leiðinni. 

Þjónusta á leið: Þjónusta er á hótel Búðum. 

Upplýst leið: Óupplýst leið. 

Tímabil: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði
ársins.  

GPS hnit upphaf: N64°49.3046 W022°23.0755  

GPS hnit endir: N64°49.3046 W022°23.0755   

Djúpalónssandur

Hellissandur
Magnþrungin fjara á Snæfellsnesi.

Eyrarhringur gönguleið

Snæfellsbær

Eyrarhringur er staðsettur í í verndarsvæðinu, Þjóðgarðinum Snæfellsjökull. Þjóðgarðurinn er staðsettur á utanverður Snæfellsnesi en tilgangur hans er að vernda þá sérstöku náttúru svæðisins og þær minjar sem eru að finna en jafnframt er markmiðið að auðvelda fólki að ferðast um svæðið og kynnast því. Strandlengjan við Eyrar og Snæfellsjökull eru stór upplifunarþáttur gesta á svæðinu en einnig eru minjarnar á svæðinu fyrirferðamiklar. Frá bílastæði liggja tvær gönguleiðir, önnur að Öndverðaneshólum en hin Eyrahringinn. 

Eyrahringur er auðveld gönguleið. Leiðin liggur niður að sjó og að mestu um helluhraun. Fallegar tjarnir eru í hrauninu og þar eru ýmsar tegundir fugla. Á leiðinni sjást víða minjar eftir búsetu. Á stóru-Eyri eru bæjarrústir og mun hafa verið búið þar fram á miðja sautjándu öld. 

Svæði: Eyrar, Snæfellsjökull þjóðgarður.

Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574. )

Erfiðleikastig: Auðveld leið

Vegalengd: 6km.

Hækkun: 50 metra hækkun.

Merkingar á leið: Merkingar á leið.

Tímalengd: 1.3 klst.

Yfirborð leiðar: Hraun og graslendi.

Hindranir á leið: Þrep og gróft undirlag.

Þjónusta á leið: Engin þjónusta á leið.

Upplýst leið: Leið óupplýst.

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið er ófær yfir mars og apríl mánuði.

GPS hnit upphaf: N64°49.3462 W023°57.9035

GPS hnit endir: N64°49.3462 W023°57.9035

Fjallahöfn

Húsavík

Leiðin austur eftir vegi nr.85, liggur eftir bröttum klettum Tjörnes og niður á flata svæðið í Öxarfirði. Þegar komið er niður brekkuna blasir við löng sandströnd og er lítið bílastæði vinstramegin við veginn. Kjörið tækifæri til að leggja bílnum þar og taka sér göngutúr eftir svartri sandströndinni og njóta ferska sjávarloftsins og útsýnisins. 

Vinsamlegast ekki reyna að keyra eftir ströndinni.  

Fjaran á Dalvík

Dalvík

Í Dalvíkurhöfn er lítil trébrú þar sem hægt er að komast að svartri sandströnd. Hægt er að ganga að Svarfaðardalsá. Takið ykkur tíma, stoppið og fylgist með fjölbreyttu fuglalífi á leiðinni. 

Fjaran á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka

Stokkseyri
Fjaran á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka

Fjaran á Ólafsfirði

Ólafsfjörður

Hægt er að leggja bílnum í bænum og fara í göngutúr að fallegri svartri strönd, gengið er í átt að Kleifum. Einnig er hægt að komast að ströndinni á bíl en verið viss um að leggja á afmörkuð bílastæði. 

Fljótavík

Fljótavík er vík á ströndum sem staðsett er á milli Hælavíkur og Rekavíkur Bak Látur.

Gásir í Eyjafirði

Akureyri
Gásir er einn af merkustu minjastöðum á Norðurlandi enda best varðveitti miðaldakaupstaður hér á landi.

Holtsfjara

Flateyri

Önundarfjörður er einstaklega fallegur fjörður, meira að segja á Vestfirskan mælikvarða. Þetta er að mestu leiti að þakka Holtsfjöru sem einkennist af gulleitum skeljasandi. Heimsókn í Holtsfjöru á góðum sumardegi getur verið eins og að vera á Spáni. Trébryggjan í Holti er einnig einn mest myndaði staður á Vestfjörðum. 

Á varptíma æðarfugla (15. apríl til 14. júlí) eru ákveðnir hlutar strandarinnar, eins og sandhólarnir, friðaðir til að vernda æðarfugla og hreiður þeirra. Gestir eru beðnir um að virða þessi svæði og halda sig fjarri merktum varpstöðum til að tryggja að fuglarnir geti orpið í friði. 

Hraunhafnartangi

Raufarhöfn

Hraunhöfn dregur nafn sitt af náttúrulegri höfn, sem þótti sæmilegt skipalægi áður fyrr og er hennar getið í heimildum frá 13. öld. Á Hraunhafnartanga er Þorgeirsdys sem talin er vera haugur fornhetjunnar hugprúðu, Þorgeirs Hávarssonar, en frá vígi hans í frækilegum bardaga segir í Fóstbræðrasögu.

Hraunhafnartangi og Rifstangi eru nyrstu tangar fastalands Íslands, aðeins rúmum kílómetra sunnan við norður heimskautsbaug. Gestir sem koma með mynd af sér við vitann geta fengið vottorð hjá þjónustuaðilum um að hafa komið á nyrsta odda landsins.

Hafa þarf í hugsa að æðarfugl er alfriðaður á Íslandi og er öll umferð bönnuð í og við æðarvarpið frá 15.apríl til 14.júlí. 

Hvalnes

Höfn í Hornafirði
Hvalnes er lítill skagi með svartri smásteina strönd sem nær nokkra kílómetra

Hvítserkur

Hvítserkur er sérkennilegur brimsorfinn klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu. Hvítserkur er hvítur af fugladriti og er sennilegt að nafnið sé dregið af því.

Höfðagerðissandur

Húsavík

Höfðagerðissandur heitir breið sandfjara milli Héðinshöfða og Eyvíkur. Höfðagerðissandur er vinsælt útivistarsvæði Tjörnesinga og Húsvíkinga og er talvalin staður fyrir göngu- og hlaupatúra. Frá fjörunni sést til Lundeyjar. Höfðagerðissandur er 5km norðan við Húsavík, keyrt er úr bænum framhjá PCC og átt að Tjörnesi og er afleggjari til vinstri þar sem er hægt að leggja bílnum.  

Illugastaðir

Hvammstangi

Illugastaðir, er frægur selaskoðunar- og sögustaður. Á Illugastöðum á vestanverðu Vatnsnesi hefur verið byggður upp góður selaskoðunastaður. Gott bílaplan er á staðnum og þjónustuhús með salernisaðstöðu. Lagðar hafa verið lagðar gönguleiðir með sjónum. Á skerjum fyrir utan og syndandi í sjónum má flesta daga ársins sjá fjölmarga seli. Einnig hefur verið reist selaskoðunarhús út í tanga. Þar eru upplýsingar um selina og góð aðstaða til að fylgjast með selunum á sundi og liggjandi í skerjum. Athugið! Vegna mikils æðarvarps sem er á Illugastöðum þá er selaskoðunasvæðið lokað frá 30. apríl til 20. júní ár hvert[6].

Morðin á Illugastöðum.
Agnes Magnúsdóttir (fædd 27. október 1795, dáin 12. janúar 1830) varð síðasta konan til að vera tekin af lífi á Íslandi. Hún var dæmd til dauða ásamt Friðriki Sigurðssyni fyrir morð á Natani Ketilssyni bónda á Illugastöðum á Vatnsnesi og Pétri Jónssyni frá Geitaskarði þann 14. mars 1828. Þau voru hálshöggvin í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu þann 12. janúar 1830.[7]

Ingjaldssandur

Ísafjörður

Ingjaldssandur er stór dalur á milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Áður átti margt fólk heima á Ingjaldssandi en núna eru íbúarnir eingöngu tveir. Vegurinn yfir Sandsheiði er nógu góð ástæða til þess að keyra yfir á sand þar sem útsýnið frá heiðinni er stórkostlegt. Á Ingjaldssandi er félagsheimilið Vonarland og lítil kirkja með óvenjulegan keltneskan kross á toppnum. Ströndin og sandurinn er einnig heillandi.

Kollsvík

Patreksfjörður
Kollsvík er falleg náttúruperla á sunnanverðum Vestfjarðarkjálkanum. Þar var blómleg byggð í fyrri tíð sem lagði stund á landbúnað og fiskveiðar. Búskapur dróst saman á 20. öld en lagðist af lokum af árið 2002. Fiskveiðar áttu stóran þátt í uppgangi svæðisins en þar var róið út frá einni stærstu verstöð Vestfjarða, Kollsvíkurveri.

Lambanes

Þórshöfn

Malarvegur nr. 869 leiðir þig á Langanesið. Nálægt bænum Ytra-Lóni er falleg fjara, ein fárra fjara á Íslandi sem er ekki með svörtum sand. Hér gefst gott tækifæri til að fylgjast með ríku fuglalífi svæðisins og er lítið fuglahús í nágrenninu. Ekki missa af því að ganga þessa fallegu strönd.  

Lambanes er aðgengilegt á sumrin.  

Langisandur á Akranesi

Akranes
Ein besta bað- og sandströnd landsins

Ljósastapi

Vopnafjörður

Skjólfjörur er staður sem ekki ætti að missa af ef leiðin liggur um Vopnafjörð. Örstutt ganga er frá veginum niður í fjörurnar. Þar er stórfenglegt útsýni yfir opið Atlantshafið og hver veit nema hvalur blási áhorfendum til skemmtunar. Litadýrð fjörusteinanna gleður augað og rekaviður og annað sem sjórinn hefur á land borið vitnar um þann kraft sem hafið býr yfir. Ekki er heimilt að taka steina með sér úr fjörunni.

Eitt af einkennum Vopnafjarðar eru ótrúlegir klettadrangar sem taka á sig ýmsar kynjamyndir. Ljósastapi er glæsilegur klettur sem stendur í sjónum rétt undan Skjólfjara og heima menn kalla „Fílinn“ vegna þess hvernig lögun klettarins minnir á fíl. Ljósastapi er einstaklega myndrænn og er vel þess virði að stoppa til þess að taka skemmtilegar myndir.   

Til hægri við „Fílinn“ má sjá Búrið ganga í sjó fram. Búrið er hluti Fagradalsfjalla og þar er elsta megineldstöð á Austurlandi. Í þeim fjallgarði má finna litfagurt líparít sem svo sannarlega setur svip sinn á umhverfið. Merkt gönguleið er niður í Múlahöfn og að Þerribjargi, austan megin í Hellisheiði eystri, þar sem líparítið skartar sínu fegursta. 

Löngufjörur Á Snæfellsnesi

Borgarnes
Ljósar skeljasandsfjörur á Snæfellsnesi.

Malarrifsviti á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Viti yst á Malarrifi á Snæfellsnesi

Rauðasandur

Patreksfjörður

Rauðasandur er 10 kílómetra löng strandlengja sem einkennist af fallega lituðum rauðum sandi. Liturinn getur verið allt frá því að vera gulur, rauður og allt að því svartur, þetta fer allt eftir birtunni. Sandurinn fær þennan rauða lit líklegast vegna skeljabrota frá Hörpudiskskeljum. 

Tilvalið er að koma á Rauðasand á háfjöru og rölta um sandinn og týna sér í víðáttunni og njóta útsýnisins. Rauðisandur býður upp á frábært útsýni að Snæfellsnesi og þar fær jökullinn að njóta sýn í góðu veðri. 

Reynisfjara, Reynisfjall og Reynisdrangar

Vík
Reynisfjara, Reynisfjall og Reynisdrangar

Sandurinnn Sveinseyri

Tálknafjörður

Hvít strandlengja fyrir utan Tálknafjörð. 

Skarðsströnd í Dölum

Búðardalur
Skarðsströnd í Dölum, sögustaðir og náttúra

Skarðsvík á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Sandfjara á Snæfellsnesi með ljósum sandi

Snæfellsjökulsþjóðgarður

Snæfellsbær
þjóðgarðurinn Snæfellsjökull á Snæfellsnesi. Magnþrungin náttúra.

Svalvogar

Þingeyri

Svalvogavegur er 49 kílómetra langur vegkafli sem liggur á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Leiðin er torfær og erfið yfirferðar á köflum. Á stórum kafla þá þarf að fylgja sjávarhæð því þegar fellur að er vegurinn undir sjávarmáli. Svalvogavegur er með fallegustu leiðum á Íslandi til þess að keyra. Það er ekki hægt að keyra veginn nema vera á fjórhjóladrifnum bíl en best er þó að hjóla leiðina á góðu fjallahjóli þar sem vegurinn getur verið grýttur. 

Ef lofthræddir einstaklingar eru í bílnum þá er lagt til að keyrt sé út Arnarfjörð frá Hrafnseyri og sá hringur tekinn að Þingeyri. Þá snýr bíllinn alltaf að fjallshlíðinni ef svo óheppilega vill til að þú mætir bíl. Einnig getur verið skemmtilegt að útbúa hring og keyra þá leiðina um Kvennaskarð og keyra framhjá hæsta fjalli Vestfjarða á leiðinni.

Svörtu sandarnir við Djúpavog

Djúpivogur

Svæðið á Búlandsnesinu utan við byggðina á Djúpavogi er kjörið til gönguferða, til að upplifa fegurð og ævintýri, leika sér, fræðast og njóta fjarri erli hversdagsins í anda hæglætisstefnunnar cittaslow. Þar er einstaklega fallegt og fjölbreytt landslag, litbrigði í svörtum sandi, grónum hólmum og spegilsléttum tjörnum, auðugt fuglalíf og fullt af sögu. Þar er einnig mjög fagurt útsýni til fjalla og hafs. Hefja má gönguna með því að ganga frá byggðinni á Djúpavogi í austur með viðkomu á Bóndavörðu. Þaðan er frábært útsýni til allra átta og útsýnisskífa sem sýnir helstu örnefni. Til landsins eru margir áberandi tindar og fjöll og er Búlandstindur einna fegurstur og nafnkunnastur, hár og brattur píramídi við sunnanverðan Berufjörð. Út til hafsins blasa við eyjar og sker eins og perlur á bandi og er Papey þeirra stærst og kunnust. Í umhverfi Djúpavogs vekja sérstaka athygli áberandi kambar eða háar og þunnar klettabríkur, tröllahlöð, sem standa samsíða og setja ævintýralegan svip á umhverfið. Þetta eru berggangar, löngu storknuð hraun sem fylltu sprungur í eldsumbrotum fyrir milljónum ára. Vegna þess hve bergið í þessum berggöngum er hart hefur ísaldarjökullinn ekki náð að jafna þessa kamba við jörðu.  

Halda má göngunni áfram frá Bóndavörðu í norðaustur eftir Langatanga eða fara beint til austurs niður að ströndinni og svo áfram til suðurs að Grunnasundi og yfir það út á sandinn. Grunnasund gæti þurft að vaða eða taka krók inn með því og fara fyrir enda þess. Einnig er hægt að ganga beint út á sandinn til suðurs veginn sem liggur að flugbrautinni
og þá leið má einnig aka áleiðis. Umhverfið á Búlandsnesinu er mjög breytt frá því sem var á fyrri tímum þegar hólmarnir á sandinum sem enn bera eyjanöfn t.d. Úlfsey, Hvaley, Sandey og Hrísey og fleiri voru raunverulegar eyjar með bátgengum sundum á milli. Vötnin sem bera enn nöfn voga svo sem Breiðivogur og Fýluvogur voru þá raunverulegir vogar eða víkur. Eyjarnar eru nú landfastar og sundin orðin að sandbreiðum eða votlendi en landris og mikill sandburður hefur valdið því. Ætla má að gróðurfar hafi einnig tekið breytingum þegar sandurinn sótti á.   

Sunnan Grunnasunds liggur leiðin áfram í Úlfsey. Áður fyrr þegar sund var milli hennar og meginlandsins var róið þar í gegn á bátum. Smátt og smátt grynntist sundið og heimildir segja að það hafi verið orðið fullt af sandi fyrir meira en 100 árum eða nokkru eftir 1880. Á Úlfsey er sagður vera fornmanns haugur, sem líklega hefur heitið Úlfur. “Enginn maður má þar svo fæti á land stíga, að hann syngi ekki eitt vers við hauginn, gjöri þar bæn sína eða leggi stein í hauginn,” segir í þjóðsögum Jóns Árnasonar. Haugur sá sem talinn er vera Úlfshaugur er hálfgróin grjótþúst norðaustast á Úlfsey.  

Frá Úlfsey er hægt að ganga til suðausturs í Hvaley. Á innanverðri Hvaley var kallað Lundabakkar. Syðst í klettunum upp af Lundabökkum er Hellir, talinn náttúrumyndun en hann hefur fyllst af sandi. Hann var að hluta grafinn út fyrir nokkrum árum síðan en hefur aftur fyllst af sandi. Talið er að fólk sem nytjaði eyjuna hafi hafst við i hellinum. Í eyunni voru slægjur og eggjatekja auk þess sem að þar var fjárhús.    

Áfram er haldið göngu með viðkomu í Kálki þar sem eru hústóftir og síðan út í Sandey. Mögulegt er að klöngrast ofan í fjöruna í Sandey ef það er fjara og skoða helli sem þar er að finna. Til að loka hringnum er hægt að ganga meðfram flugvellinum upp að vötnunum Fýluvogi og Breiðavogi en fyrst má taka krók til vesturs yfir sandinn í Hrísey og Kiðhólma. Samkvæmt heimildum var búið í Hrísey fyrr á tímum og sjást þar tóftir. Heimildir eru um að á árabilinu 1500 fram undir 1600 hafi verið verslunarhöfn í Fýluvogi sem þá var skipgengur vogur. Þar hafi þá verið aðalhöfnin við Berufjörð en áður hafði höfnin verið í Gautavík á norðurströnd fjarðarins. Það voru þýskir kaupmenn frá Bremen, Brimarkaupmenn, sem versluðu við Fýluvog en Hamborgarkaupmenn versluðu við Djúpavog hinum megin á nesinu. Með tilkomu einokunarverslunarinnar árið 1602 lagðist verslun Þjóðverja af og eftir það voru Danir með verslun við Djúpavog. Talið er sennilegt að vörum hafi verið skipað upp á svonefnda Selaklöpp eða Selabryggjur sem eru klappir við Fýluvog. Sandburðurinn hefur gerbreytt aðstæðum og allar minjar sem eru sýnilegar við voginn núna eru taldar mun yngri en frá tíma hafnarinnar en frekari fornleifarannsókn gæti mögulega varpað ljósi á þetta. Fýluvogur hefur verið kallaður ýmsum nöfnum Fýluvogur, Fýluvík og Fúlivogur og Fúlavík. Einhverjir hafa velt fyrir sér hvort þarna hafi raunverulega verið daunillt t.d vegna rotnandi þangs. En aðrir telja að nafnið komi frá Dönum og hafi upphaflega verið kennt við fugla þ.e framburðinn á dönsku.    

Við Fýluvog standa nú fuglaskoðunarhús til að auðvelda fólki að fylgjast með fjölbreyttu og iðandi fuglalífi þar. Votlendi,
tjarnir og fjörur á Búlandsnesi eru afar áhugaverð fuglasvæði og því tilvalin til fuglaskoðunar einkum á vorin þegar farfuglar koma og fuglavarp stendur yfir en einnig er umferð farfugla um svæðið á haustin. Þarna er fjöldinn allur af vaðfuglum og mjög fjölbreytt andavarp t.d. brandönd og skeiðönd. Einnig hefur flórgoði verpt við tjarnirnar. Fyrir utan fjölda varpfugla hafa margir vaðfuglar og endur viðkomu á svæðinu vor og haust m.a. áhugaverðir flækingsfuglar. Auk
votlendisfugla sem eru áberandi á Búlandsnesinu má sjá sjófugla við ströndina, mófugla á holtum og móum og sé farið upp í Hálsaskóg, skógarreit innan við Djúpavog má rekast á glókollinn minnsta fugl Evrópu og fleiri skógarfugla. Hálsar eru annars einnig tilvalið svæði til gönguferða og náttúruskoðunar. þar er fjölbreytilegt og óvenjulegt landslag með sérkennilegum berggöngum.   

Viti - Akranesviti

Akranes
Tveir vitar á Akranesi sem opnir eru almenningi

Víknaslóðir

Víknaslóðir er gönguleiðakerfi sem teygir sig yfir landssvæðið milli Borgarfjarðar eystri og Loðmundarfjarðar. Svæðið er eitt best skipulagða göngusvæði á Íslandi í dag, vel stikaðar og merktar leiðir. Ferðamálahópur Borgarfjarðar gefur í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu út öflugt gönguleiðakort sem fæst hjá öllum ferðaþjónustuaðilum á Borgarfirði eystri, í Upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum og hjá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs rekur í samvinnu við Ferðamálahóp Borgarfjarðar þrjá vel búna gönguskála á Víknaslóðum, í Breiðuvík, Húsavík og í Loðmundarfirði. Ferðaþjónustuaðilar á Borgarfirði veita göngufólki fjölbreytta þjónustu, svo sem við ferðaskipulag, gistingu, leiðsögn, flutninga (trúss) og matsölu.

Gönguleiðakerfið er fjölbreytt með styttri og lengri gönguleiðum svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

 

Vöðlavík gönguleiðir

Eskifjörður

Vöðlavík, sem stundum er kölluð Vaðlavík, er eyðivík sunnan Gerpis en þar voru áður nokkrir sveitabæir. Vegarslóði liggur til Vöðlavíkur, sem er einungis opinn á sumrin og er þá fær er fjórhjóladrifnum bílum. 

Tvær stikaðar gönguleiðir liggja til Vöðlavíkur frá Eskifirði /Reyðarfirði, annars vegar yfir Karlsskálastað og hins vegar fyrir krossanes. Frá Vöðlavík liggur gönguleið yfir í Sandvík. Það er um fimm klukkustunda ganga um Gerpisskarð, sem fer hæst í um 700 m.y.s. 

Úr víkinni og heiðinni, Vöðlavíkurheiði, eru tveir fjallstindar einna mest áberandi: Snæfugl og Hestshaus.

Hörmuleg sjóslys hafa orðið við Vöðlavík á liðnum árum. Til dæmis strandaði skipið Bergvík SU í Vöðlavík í desember 1993. Mörgum er enn í minni að við tilraun til þess að ná skipinu á flot strandaði björgunarskipið Goðinn í víkinni þann 10. janúar 1994. Einn fórst við strandið en þyrlusveit Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli bjargaði öðrum skipverjum. Um þessa atburði er fjallað í heimildarmyndinni Háski í Vöðlvík.

Ytri-Tunga gönguleið

Snæfellsbær

Ströndin við Ytri-Tungu er fyrst og fremst einn besti selaskoðunarstaður á Íslandi. Selir koma þangað, þökk sé grýtri strönd þar sem þeir geta fundið fullkomna blöndu af meginlandi og nálægð við örugga hafið. Mikið hefur verið lagt í göngustíga, frá stóru bílastæði út í fjörur Ytri-Tungu. 

Vinsamlegast hafið eftirfarandi í huga

  • Vinsamlegast hafðu minnst 50 metra fjarlægð frá næsta sel. Séu ungar er mælt með 100 fjarlægð til næsta sels.
  • Ef selur gefur frá sér hljóð, hreyfir sig eða virðist skelkaður gæti það verið merki um truflun. Ef það gerist, vinsamlegast farðu lengra í burtu.
  • Kvendýr yfirgefa oft ungana sína tímabundið til að fara á veiðar. Vinsamlegast ekki reyna að nálgast eða snerta kópa sem virðast hafa verið yfirgefnir. Láttu einmana kópa vera í friði til að leyfa móðurinni að snúa aftur til afkvæma sinna á eðlilegan hátt.
  • Settu þig aldrei á milli sels og sjávar. Mikilvægt er að selurinn hafi greiðan aðgang að vatni til að hann geti fundið fyrir öryggi og trausti. 
  • Þegar þú gengur í átt að dýrunum skaltu gera það með hægum og rólegum hreyfingum. Forðastu hávaða og haltu röddinni lágri ef þú talar. Yfirgefðu svæðið á sama hljóðláta hátt. 
  • Ekki henda hlutum á svæðinu nálægt selunum.
  • Forðastu að nota myndavélaflass við myndatöku.
  • Velferð sela getur haft neikvæð áhrif af stórum hópum fólks á búsvæði sela. Við komu, ef þú lendir í stórum hópi fólks sem er þegar nálægt selunum, vinsamlegast bíddu þar til eitthvað af fólkinu fer. 
  • Hundar skulu ávallt vera í bandi. 

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

  • Staðsetning: Ytri-Tunga, Snæfellsnesi
  • Upphafspunktur: Bílastæði við Ytri-Tungu, Snæfellsnesvegur (nr. 54)
  • Erfiðleikastig: Auðveld leið/Létt leið
  • Lengd: 1.67 km.
  • Hækkun: 71 m.
  • Merkingar: Stikur er að finna á gönguleið
  • Tímalengd: 27 mín.
  • Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, blönduðu náttúrulegu efni og grasi
  • Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjallur sem þarf að stíga upp á
  • Þjónusta á svæðinu: Engin þjónusta
  • Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri
  • Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins
  • GPS hnit upphafs- og endapunktar: N 64°48.2310 W 023°04.8595

Þrjátíudalastapi

Árneshreppur

Þrjátíudalastapi er klettadrangur sem stendur úti í fjöru við austanvert Krossnesfjall. Til að komast að
stapanaum er best að aka veginn út að Krossneslaug. Þegar komið er að lauginni þarf að aka aðeins lengra
og þá ætti hann að blasa við niðri í fjörunni. Stapinn er um 10-12 metrar á hæð
Fylgir sú sögn, að í fyrndinni hafi maður frá Kanada eða Bandaríkjunum klifið stapann og sett þar niður
þrjátíu gulldali og sagt, að sá mætti eiga, sem klifið gæti stapann. Um eða eftir síðustu aldamót var stapinn
klifinn af eyfirskum sjómanni, en ekki fann hann dalina. Sennilega hafa þeir fokið út á haf, ef að þeir voru
þarna í fyrsta lagi. 

Öndverðarnes á Snæfellsnesi

Snæfellsbær
Öndverðanes, staður sem vert er að heimsækja

Önundarfjörður

Ísafjörður

Önundarfjörður er 20 km langar fjörður sem liggur á milli Dýrafjarðar og Súgandafjarðar. Fjörðurinn er um 6 km breiður við mynni hans en mjókkar þegar innar dregur. Inn af Önundarfirði ganga litlir grónir dalir og undirlendi er töluvert.

 Í Önundarfirði eru allmargir sveitabæir og utarlega í firðinum stendur þorpið Flateyri. Í firðinum er fallegt um að litast og mikilfengleg fjallasýn umkringir hann. Í Önundarfirði er Holtsfjara og í henni stendur Holtsbryggja sem er vinsæll viðkomustaður ferðalanga sem og heimamanna. Þar er gyllt strandlengja og stór trébryggja. 

Til að komast til Önundarfjarðar frá Ísafirði er ekið í gegnum Vestfjarðagöng. 

Örlygshöfn

Patreksfjörður

Örlygshöfn er staðsett við sunnanverðan Patreksfjörð. Þar er að finna gullna strönd og á sólríkum sumardögum verður sjórinn ljósblár og suðrænn að sjá. Nálægt Örlygshöfn er minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti en þar er að finna ýmsa áhugaverða muni tengda lífi og vinnu til sjós og lands með áherslu á Vestfirði og Breiðafjörð. Safnið hefur verið þarna í rúm 30 ár og þar eru settar upp ýmsar sýningar.

Héraðssandur

Egilsstaðir

Héraðssandur