Fara í efni

Ísklifur og jöklaganga

54 niðurstöður

Highland Base Kerlingarfjöll

F347, 801 Selfoss

Highland Base Kerlingarfjöll er heilsársáfangastaður með fjölbreyttri gistiaðstöðu, veitingastað, böðum og ótal afþreyingarmöguleika - kjörinn staður til að hefja upplifunina á miðhálendi Íslands. Hvort sem þú kýst tjald, skála eða hótelsvítu þá höfum við gistingu við allra hæfi. Kerlingarfjöll er hinn fullkomni heilsársstaður fyrir ævintýrafólkið.

Veitingastaður Highland Base, sem státar af borðsal í fjallastíl með stórfenglegu útsýni, býður upp á næringarríkan og ljúffengan mat sem heldur stemningunni huggulegri og gefur orku fyrir næsta ævintýri. 

Highland Base er sælustaður uppi á öræfum. Einstök og ósnortin náttúra hálendisins er uppspretta ævintýra allt árið um kring. Í Kerlingarfjöllum býðst spennandi útivist fyrir alla, frá gönguferðum og fjallahjólreiðum til fjallaskíða og vélsleða. 

Hótelið er vel búið til að taka á móti hópum allan ársins hring og býður umhverfið í Kerlingarfjöllum upp á spennandi útivist fyrir hópefli og hvataferðir, félagasamtök, vinahópa og vinnustaði.

Vakinn

Glacier Guides

Skaftafell, 785 Öræfi

Jöklamenn (Glacier guides) er ævintýrafyrirtæki sem sérhæfir sig í fagmannlegri fjallaleiðsögn og leggur metnað sinn í að bjóða upp á sem fjölbreyttast úrval jökla- og fjallaferða. Höfuðstöðvar Jöklamanna eru í Skaftafelli, vel staðsettar gagnvart hrikalegri náttúru svæðisins sem veitir okkur innblástur til góðra verka. Söluskrifstofan okkar er umhverfisvæn og byggð af stærstum hluta úr afar óhefðbundnu hráefni. Hún er staðsett við Gestastofuna í Skaftafelli.
Jöklar þekja um 10% landsins og landsvæði sem nær hærra en 600 m yfir sjávarmál þekur yfir 35%. Við búum í landi fjalla, jökla og stórbrotinnar náttúru og þessi einkenni hafa að miklu leiti mótað okkur öll sem einstaklinga. Það er sem betur fer afar misjafnt hvert hugur manna stefnir og hvar áhugasviðið liggur. Við bjóðum fram krafta okkar fyrir þá Íslendinga sem hafa áhuga á að kynnast landinu sínu á nýjan hátt og njóta til hins ýtrasta þess sem það hefur upp á bjóða. Stór hluti okkar viðskiptavina eru útlendingar sem falla oftar en ekki í stafi yfir mikilfengleik landsins okkar, en við trúum því að Íslendingar séu í sífellt meira mæli að læra að meta það sem við búum við. Stærsti jökull veraldar utan heimskautasvæðanna er innan seilingar með alla sína fögru fjallatinda auk allra hinna fjallanna og jöklanna í landinu.
Vel þjálfaðir og reyndir leiðsögumenn eru okkar aðalsmerki. Það krefst mikillar sérþekkingar að geta leitt fólk um svæði sem þau sem ferðir okkar fara um og við setjum öryggið í fyrsta sætið. Öryggi er forsenda gleði, hamingju og skemmtilegrar upplifunar í fjallaferðum. Við leggjum einnig ríka áherslu á að nota aðeins besta útbúnað sem völ er á í ferðum okkar þar sem hann er forsenda þess að þekking og reynsla leiðsögumannanna nýtist til hins ítrasta. Við hvetjum fólk til að nýta sér sérþekkingu okkar og koma með í skemmtileg jökla- og fjallaævintýri.
Það er okkur hjartans mál að haga starfsemi okkar á þann hátt að hún hafi sem minnst áhrif á viðkvæmt umhverfið sem við störfum í. Við höfum því mótað okkur stranga umhverfisstefnu sem við vinnum eftir og við hvetjum þig einnig til að leggja þitt af mörkum. Móðir jörð er leikvöllur okkar og heimili, við höfum gengið alveg nógu  nærri henni vegna fáfræði og græðgi og það er kominn tími til að við förum að sýna henni þá virðingu sem hún á skilið.

Jöklaganga: Á Snæfellsjökli, Eyjafjallajökli, Sólheimajökli og Falljökli og Virkisjökli í Skaftafelli.
Ísklifur: Á Sólheimajökli og Falljökli í Skaftafelli.
Göngu- og fjallaferðir: Á Heklu, Sólheimajökul, Snæfellsjökul, Eyjafjallajökul, Hvannadalshnjúk, Hrútfjallstinda, Sveinstind, Þverártindsegg og Þumal.
Klettaklifur: Í Valshamar í Hvalfirði og á Hnappavöllum í grennd við Skaftafell.
Hjólaferðir: Í Reykjavík, Reykjadal og Skaftafelli.
Bátsferð: Á Fjallsárlóni og Jökulsárlóni.
Samsettar ferðir: Samblanda mismunandi afþreyingar á einum degi. Frá Reykjavík og Skaftafelli.


Með fyrirfram þökk…Við hvetjum þig til að taka fram gönguskóna og slást í för með okkur í næsta ævintýri.

Pure Iceland

Sléttuvegur 3, 870 Vík

Iceland Untouched

Meistaravellir 11, 107 Reykjavík

Allar ferðir okkar eru gerðar í kringum hugmyndir okkar um óhefta, óspillta, ótamda og ósnortna náttúru Íslands. Frá okkar sjónarhóli er það sem gerir Ísland svona einstakt og ætti að njóta þess og muna sem svo. Með margra ára reynslu að baki viljum við halda okkur úr alfaraleið og í burtu frá mannfjöldanum á alla vegu.

Við getum með sanni sagt að við upplifum alltaf þá einstöku „Alein/n í heiminum“ tilfinningu á ferðum okkar og njótum þess sem náttúran hefur upp á að bjóða til fullnustu.  Við erum starfrækt allt árið víðsvegar um Ísland og leggjum megin áherslu á gæði umfram magn.

Við ferðumst aðeins í litlum hópum með faglærðum leiðsögumönnum, upplifum okkar menningu, njótum hágæða matseldar og við erum auðvitað alltaf nálægt náttúrunni.

Flestar ferðirnar okkar eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og verð getur því verið mismunandi eftir eftirspurn og ferðalýsingu. Fyrir brottfarir, verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:

info@icelanduntouched.com
Sími: 696-0171
Sími: +1(857)3423157

Troll Expeditions

Fiskislóð 45G, 101 Reykjavík
Vakinn

Arctic Adventures

Köllunarklettsvegur 2, 104 Reykjavík

Arctic Adventures býður uppá eitt mesta úrval afþreyingarferða á Íslandi og eru starfsstöðvar þess víðsvegar um landið, m.a. í Reykjavík, við Sólheimajökul, í Skaftafelli og á Húsafelli. Þær afþreyingarferðir sem Arctic Adventures býður upp á eru meðal annars jöklagöngur, íshellaferðir, köfun og yfirborðsköfun í Silfru, gönguferðir, hellaskoðun, vélsleðaferðir, hvalaskoðun og útsýnisferðir. 

Arctic Adventures býður bæði upp á dagsferðir og lengri ferðir allt árið, auk þess að taka að sér prívat ferðir, skóla- og fyrirtækjahópa. Arctic Adventures rekur einnig hótel víðsvegar um landið m.a. Adventure Hótel Geirland við Kirkjubæjarklaustur, Adventure Hótel Hof í Öræfum, Hótel Hellissandur og Óbyggðasetrið í Fljótsdal. 

Arctic Adventures er gæða- og umhverfisvottað af Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustu á Íslandi

Jöklagöngur á Sólheimajökli og frá Skaftafelli.

Gönguferðir í Landmannalaugum og Þórsmörk, auk Laugavegsins.

Íshellaferðir í Kötlujökli, Sólheimajökli, Langjökli, Falljökli og frá Jökulsárlóni.

Hellaferðir í Raufarhólshelli.

Köfun/yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum.

Vélsleðaferðir á Langjökli.

Útsýnisferðir bæði ferðir til að skoða svæðin í kringum Reykjavík og allt landið. 

Frozen Giants

Hólabraut 10, 780 Höfn í Hornafirði

Jötnar Mountaineering

Bústaðavegur 61, 108 Reykjavík

Perfect Iceland

Norðurvellir 6, 230 Reykjanesbær
Vakinn

Hidden Iceland

Fiskislóð 18, 101 Reykjavík

Hidden Iceland er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum sem og pakkaferðum hér á landi. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á persónusniðnar ferðir með litlum hópum, að hámarki 12 manns, um land allt.

Í öllum ferðum Hidden Iceland fer reyndur leiðsögumaður með hópinn sem fræðir og skemmtir en umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Leiðsögumenn okkar hafa allir áralanga þjálfun, þekkingu á Íslandi, sögunni og jarðfræðinni. Við höfum hannað ferðirnar okkar þannig að við værum ekki bara spennt heldur stolt að taka fjölskyldu okkar og vini með í för til að upplifa töfra Íslands.

Áætlunarferðir
Hidden Iceland býður upp á úrval dags og pakkaferða frá Reykjavík. Hvort sem það er dagsferð um gullna hringinn í náttúruböðum og matarupplifun, tveggja daga ævintýraferð um suðurströndina endilanga með jöklagöngu á einum af stórkostlegu jöklunum innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða fjögurra daga ferðalag um vestfirsku fjöllin og firðina.

Sérferðir og ferðaskipulagning
Hidden Iceland býður einnig upp á sérferðir fyrir pör og hópa hvort sem að það eru dagsferðir frá Reykjavík eða lengri ferðir hringinn í kringum landið. Ferðirnar eru allar sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig, með eða án leiðsagnar, þar sem Hidden Iceland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur.

Hvataferðir og fyrirtækjapakkar
Við bjóðum upp á ýmsar spennandi hvataferðir og fyrirtækjapakka sem er sérsniðinn að þínum hóp. Tilvalið fyrir árshátíðarferðina, stórafmælið eða hópeflið. Hafið samband við Hidden Iceland og við setjum saman fullkomna ferð fyrir þinn hóp.

Þá er ekkert annað að gera en að reima á sig gönguskónna og slást í för með okkur í næsta ævintýri! Við hlökkum til að fá ykkur með.

Frekari upplýsingar má nálgast á www.hiddeniceland.is eða senda tölvupóst á info@hiddeniceland.is

Glacier Encounter

Lyngrimi 5, 112 Reykjavík

Icecube Tours

Lyngás 11, 210 Garðabær

Amazing Iceland travel ehf.

Melgerði 36, 200 Kópavogur

Amazing Iceland er lítið fjölskyldu fyrirtæki með stórt hjarta og leyfisveitingar á hreinu. Við erum með gott tengslanet sem gerir okkur kleyft að bjóða upp á alskonar ferðir í því himnaríki sem Íslandi er.

Við getum sniðið ferðir að þínum þörfum hvort sem er ljósmynda eða gönguferðir eða fjallaklifur og jökla ferðir. Þín ósk er okkar ánægja. Minni hópar eru okkur hjartfólgnir þar sem við getum á þann hátt veitt betri og nánari þjónustu en ella. Hópar frá 1 - 6 persónum finnst okkur skemmtilegastir en við getum einnig tekið við stærri hópum.

Afslappað andrúmsloft, hvort sem er í dags eða ævintýraferðum er okkur hjartans mál þar sem þín upplifun er okkar megin markmið og að tryggja að þú getir notið landsins og þess sem það hefur uppá að bjóða.

Láttu okkur um að aka þér um landið, kynna þig fyrir landinu með okkar sérsniðnu persónulegu þjónustu meðan þú slakar á og nýtur þess sem er í boði.

Leiðsögumenn okkar geta boðið upp á:

  • Jarðsögulega ferðamennsku
  • Sögu forfeðra okkar og landnáms
  • Ljósmyndaferðir
  • Jökla og klifur ferðir
  • Fjalla og gönguferðir
  • Fjallahjólamennsku eða mótorhjólaferðir
  • Kayak ferðir
  • eða einfalda gönguferð um borg og bæi

Hvað svo sem er á óskalista þínum getum við aðstoðað þig með að strika út.

Leyfi:

  • Rekstrarleyfi fyrir bíla
  • Jeppi– með leyfi fyrir 8 farþega
  • Rútur fyrir 9 farþega eða fleiri
  • Ferðaþjónustu leyfi
  • Jöklaferða leyfi
  • Wilderness first responder (skyndihjálp í óbygðum)

Iceguide

Hrísbraut 3, 780 Höfn í Hornafirði

Iceguide býður uppá kayakferðir á jökullónum í faðmi Vatnajökuls. Á Jökulsárlóni siglum við á meðal himinhárra ísjaka, sela og fugla. Á Heinabergslóni ríkir kyrrð sem fáir hafa upplifað. Heinabergslón er sannkölluð náttúruperla sem engin ætti að láta fram hjá sér fara sem ferðast um suð-austurland.

Á veturnar bjóðum við uppá íshella og jöklaferðir af ýmsum toga.

Vakinn

Ís og Ævintýri / Jöklajeppar

Vagnsstaðir, 781 Höfn í Hornafirði

Í meira en 20 ár hafa Ís og ævintýri ehf boðið uppá spennandi snjósleðaferðir á Vatnajökul.

Farið er alla daga frá mars til október frá Vagnsstöðum, keyrt er á sér útbúnum fjallajeppum á vegi F985 áleiðist að Vatnajökli, á leiðinni gefst gestum okkar færi á að skoða kunnuglegt landslag sem birst hefur í fjölmörgum kvikmyndum og þáttum. Má þar nefna Batman Begins, The Secret Life of Walter Mitty, Tomb Raider: Lara Croft, Amazing Race og Game of Thrones.

  • Daglegar brottfarir frá Vagnsstöðum kl. 9.30 og 14.00
  • Ferðin er 3 klst. Þar af 1 klst á jöklinum sjálfum.  
  • Innifalið er snjógalli, stígvél, hjálmur, vettlingar og lambhúshetta
  • Til þess að keyra snjósleða þarf bílpróf, farþegar á sleðum þurfa ekki að hafa bílpróf.

Hægt er að bóka á heimasíðunni www.glacierjeeps.is eða í síma 478-1000

Thisland

Dyngjugata 3, 210 Garðabær

SÉRFERÐIR

Thisland er lítið fjöldskyldufyrirtæki sem eingögnu býður uppá sérferðir fyrir pör eða minni hópa, dagsferðir eða lengri ferðir um allt land. Einnig er boðið uppá ferðir um hálendi landsins yfir sumarið.   

Allar ferðir eru sérsniðnar fyrir viðskiptavini okkar og eru með leiðsögn faglærðra leiðsögumanna. Verð eru því mismunandi eftir óskum viðskiptavina og lengd ferða. 

Eingöngu er ferðast í hágæða farartækjum. Áhersla er lögð á öryggi og þægindi farþega. 

Thisland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur. 

Fyrir verð, bókanir og aðrar fyrirspurnir vinsamlega hafið samband:  

info@thisland.is 

www.thisland.is 

+354 662-7100  

Jón Tour

Þorrasalir 17d, 201 Kópavogur

Ice Explorers

Jökulsárlón, 781 Höfn í Hornafirði

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Atlantsflug - Flightseeing.is

Skaftafell terminal - Flugvallarvegur 5, 785 Öræfi

Atlantsflug býður uppá útsýnisflug í flugvélum eða þyrlum allt árið um kring frá flugvelli okkar í Skaftafelli ásamt því að taka að sé fjölbreytt sérverkefni um allt land. Flugfloti okkar hefur verið sérstaklega valinn til þess að sinna útsýnisflugi þar sem allir farþegar njóta besta útsýnis sem völ er á.

Atlantsflug hefur boðið uppá útsýnisflug frá árinu 2004 og byggir því fyrirtækið á traustum grunni og mikilli sérþekkingu á okkar sviði, sem tryggir viðskiptavinum okkar hámarks upplifun, þjónustu og öryggi. Árið 2018 hlaut félagið Luxury Travel Guide‘s Lifestyle Award sem Ferðasali Ársins á Íslandi 2018/2019.

Við bjóðum upp á persónulega þjónstu, sem hentar sérstaklega vel fyrir smærri hópa. Yfir vetrartímann bjóðum við uppá samsetta íshella og þyrluferð frá Skaftafelli.

Ásamt því að bjóða uppá útsýnisflug hefur félagið mikla reynslu af einkaflugum og hvers kyns leiguflugum fyrir einstaklinga og/eða hópa. Vélar okkar eru einnig útbúnar opnanlegum gluggum sem henta einstaklega vel í ljósmyndaflug.

Hikið ekki við að hafa samband fyrir frekari upplýsingar

Marina Travel ehf.

Hólabraut 20, 780 Höfn í Hornafirði

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Öræfaferðir

Ingólfshöfðabílastæði, 785 Öræfi

Öræfaferðir- Frá fjöru til fjalla er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem rekið er af fjölskyldunni á Hofsnesi í Öræfum. Eigendur fyrirtækisins eru Einar Rúnar Sigurðsson (fæddur og uppalinn í Öræfum) og eiginkona hans Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir.

Eitt af einkennum Öræfaferða er að í fyrirtækinu starfar eingöngu fjölskyldan sjálf. Við erum virkilega stolt af héraðinu okkar og teljum það vera forréttindi að fá að kynna svæðið fyrir gestum okkar. Einar er eini starfandi fjallaleiðsögumaðurinn hjá Öræfaferðum frá hausti fram á vor, en á sumrin hjálpast fjölskyldan að við að sinna ferðaþjónustunni svo leiðsögumaðurinn í Ingólfshöfða er Einar, Matta konan hans, Ísak Einarsson eða Matthías Einarsson.

Öræfaferðir geta því boðið þér góða og persónulega þjónustu á íslensku.

Öræfaferðir bjóða uppá ýmsa afþreyingu við rætur Vatnajökuls, aðallega fyrir einstaklinga og litla hópa en við getum einnig farið með 100 manna ættarmót í Ingólfshöfðaferð ef því er að skipta.

Ferðir í boði á sumrin:

Ingólfshöfðaferð - Sögu og fuglaskoðun í Ingólfshöfðafriðland.

Við notum heykerru sem dregin er aftan í dráttarvél til að komast að höfðanum, og svo göngum við saman 2-3 km hring um friðlandið

Komdu með heimamönnum í ævintýraferð um einstaka náttúru Öræfa og heyrðu frásögur þeirra af svæðinu.

Heykerruferðin er skemmtileg fyrir alla og gefur ferðinni einstakan sjarma. Gangan upp sandölduna frá heykerrunni upp á höfðann tekur á, en er á flestra færi, en við mælum ekki með að fara í ferðina nema fyrir þá sem treysta sér í 1 1/2 klukkutíma rólega göngu, í hvaða veðri sem er.

Fyrir Íslendinga er best að skoða upplýsingarnar og bóka á íslensku síðunni, við erum yfirleitt með tilboð þar.

Daglegar brottfarir frá Maí - ágúst

LOKAÐ Á SUNNUDÖGUM

Lengd: 2 og 1/2 tími í allt

Verð: 10.000 kr. fullorðnir og 5000 kr. 6-12 ára (þessi ferð hentar ekki yngri börnum en 6 ára en við bjóðum einkaferð sem við köllum Coast Tour sem hægt væri að aðlaga fjölskyldu með yngri börn).

Frá fyrri hluta júní fram í byrjun ágúst bjóðum við Lunda Ljósmyndaferðir í Ingólfshöfða klukkan 5:55 að morgni.

Brottfarir einn til tvo daga í viku, sjá upplýsingar á www.puffintour.is

Við bjóðum einnig ferð sem við köllum Coast Tour, sem einkaferð. Þá ökum við í Land Rover Defender út á fjöruna sitthvorum megin við Ingólfshöfða. Til að komast þangað þurfum við að aka yfir vatnsföll, og svarta sanda. Hofsnes Leirur geta verið einn fallegasti staðurinn á jarðríki í réttum aðstæðum. Við förum þessa ferð allt árið, svo á veturna getur þetta verið frekar ævintýralegt ef aðstæður eru erfiðar.

Á haustin og veturna bjóðum við 5 tíma jöklakönnunar og íshellaferð sem við köllum Ice Tour. Þá ferð er hægt að bóka sem einkaferð, eða kaupa sér sæti í opna brottför, en hámarksfjöldinn er 6 manns í hverri ferð. Einnig erum við með einka Íshellaljósmyndaferðir fyrir 1-5 þáttakendur þar sem þyrla er notuð til að komast í íshella sem eru ekki aðgengilegir fjöldanum auk íshellanámskeiðs fyrir 1-2 þáttakendur.

Á vorin er svo besti tíminn fyrir fjallaskíðaferðir. Við bjóðum Snow Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á lægri tinda en Hvannadalshnúk, og Mountain Tour, fjallaskíðaferð/snjóbrettaferð á Hvannadalshnúk fyrir 2-6 þátttakendur í einkaferð.

Nánari upplýsingar um brottfarir og bókanir á heimasíðunni. www.FromCoastToMountains.is

Vakinn

Stepman.is

Dynjandi, 781 Höfn í Hornafirði

Stepman.is er hornfirsk ævintýra og afþreyinga fyrirtæki sem leggur áherslu á vistvæna ferðamennsku í einstakri náttúru Suðausturlands. Stepman.is býður uppá stórskemmtilegt úrval af einkaferðum og persónulega þjónustu fyrir einstaklinga og litla hópa. 

Í boði eru ísklifur, fjallgöngur og jöklagöngur, ljósmyndaferðir, jeppaferðir, og íshellaferðir til að nefna það helsta. Gæði og öryggi eru alltaf í fyrsta sæti!

Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á step@stepman.is eða skoða heimasíðunna www.stepman.is .

Vakinn

Glacier Adventure

Hali, 781 Höfn í Hornafirði

GLACIER ADVENTURE
Glacier Adventure er fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett á Hala í Suðursveit, aðeins 12 km frá Jökulsárlóni.

Glacier Adventure sérhæfir sig í ævintýraferðum við rætur Vatnajökuls á svæði sem oft er nefnt Í Ríki Vatnajökuls. Glacier Adventure býður up pá persónulega og leiðandi þjónustu, þar sem öryggið er alltaf í fyrsta sæti. Samfélagsleg ábyrgð er okkur mikilvæg og því bjóðum við upp á samsettar ferðir með öðrum sambærilegum heima fyrirtækjum, þar sem hægt er að blanda saman Jöklagöngu og ísklifri við fjölbreyttar ferðir á borð við Snjósleðaferðir á Skálafellsjökli, Kayak- og bátsferðir á Jökulsárlóni, svo sem hjólabátaferðir og Zodiac ferðir.

Íshellaferðir: Glacier Adventure sérhæfir sig í íshellaferðum á veturna. Þegar kólna tekur í veðri og haustrigningarnar hafa gengið yfir, er tími til að skoða hvaða undur afrennslisvatn jöklanna hefur skilið eftir sig. Hægt er að velja á milli tveggja mismunandi íshellaferða hjá Glacier Adventure, annarvegar íshellaferð með jöklagöngu og hinsvegar íshellaferð. Hægt er að kynna sér málið og bóka ferðir á heimasíðu félagsins www.glacieradventure.is 

Hátindafeðir: Á vorin bíður félagið upp á ferðir á Hvannadalshnjúk, Hrútsfjallstinda, Þverártindsegg og fleiri hátinda á Sunnanverðum Vatnajökli.

Nautastígurinn: Nautastígsgangan hefur sannað gildi sitt sem skemmtileg hópeflis ganga. Gengið er um töfrandi fjöll og dali Suðursveitar og rýnt inn í sögusvið liðinna tíma þar sem bændur nýttu afdali til beitar fyrir nautgripi. Frábær ferð fyrir vina- og fjölskylduhópa.

Hlaðan: Eigendur Glacier Adventure og aðrir tengdir aðilar vinna að því að opna jökla- og fjallasetur. Hluti af þeirri vinnu var að endurnýja gamla hlöðu og búa til viðburða sal. Salurinn er einkar hlýlegur og frábær fyrir hópa að dvelja í eftir ferð með Glacier Adventure.

Sérfræðiþekking heima aðilanna: Glacier Adventure leggur mikla áherslu á að gestir njóti bæði náttúru og sögu svæðisins í ferðum á vegum félagsins. Í ferðum á vegum félagsins fræðist þú um hvernig var að búa í grennd við jöklana hér áður fyrr og hvernig landið hefur mótast vegna þeirra. Alltaf er hægt að sérsníða ferðirnar eftir þörfum hópsins og blanda saman mismunandi afþreyingu. Ferðirnar henta hverjum sem er, fjölskyldum, einstaklingum eða hópum stórum sem smáum.

Skoðaðu myndir frá okkur á www.instagram.com/glacieradventure 

Ice Pic Journeys

Jökulsárlón, 781 Höfn í Hornafirði

Frekari upplýsingar á vefsíðu Ice pic journeys   

Explorer´s Edge

Meðalholt 2, 105 Reykjavík

Midgard Adventure

Dufþaksbraut 14, 860 Hvolsvöllur

Midgard Adventure

Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.

Dagsferðir
Við bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.

Lengri ferðir
Við bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.

Sérferðir og ferðaplön
Við tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.

Fyrirtækjapakkar
Við erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.

Skólahópar
Við bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.

Vantar þig gistingu?
Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar. 

Áhugaverðir tenglar

Heimasíða Midgard Adventure

Heimasíða Midgard Base Camp

Heimasíða Midgard Restaurant

Kynningarmyndbönd Midgard

Midgard Adventure á Facebook

Midgard Base Camp á Facebook

@MidgardAdventure á Instagram

@Midgard.Base.Camp á Instagram

 

Exploring Iceland

Fálkastígur 2, 225 Garðabær

Exploring Iceland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í  rútu- og gönguferðum fyrir hópa.

Einnig bjóðum við uppá margskonar hestaferðir fyrir hópa og einstaklinga og erum með ýmsar nýjungar s.s. lúxushestarferðir með hótel gistingu, reiðkennsluferðir, heimsókn á hestabúgarða, dvöl á hestabúgörðum, vetrarferðir og ýmislegt fleira.

Vivid Iceland

Ytri-Sólheimar, 871 Vík

Asgard ehf.

Dugguvogur 42, 104 Reykjavík

Við hjá Asgard sérhæfum okkur í fjallaleiðsögn og sérsniðnum ævintýraferðum fyrir einstaklinga og hópa. Í boði eru skíðaferðir, ísklifur, klettaklifur, alpaklifur eða fjallgöngur og jöklagöngur, til að nefna það helsta. Gestum okkar er eingöngu boðið upp á fagmannlega leiðsögn og öruggt umhverfi, sem er lykillinn að góðum degi úti í náttúrunni. 

Eigendur og starfsmenn Asgard búa yfir rúmlega 60 ára samanlagðri reynslu af leiðsögn og skipulagningu ferða á Íslandi og erlendis. Hjá fyrirtækinu starfa nokkrir af mest menntuðu og reyndustu fjallaleiðsögumönnum landsins. Gæði og öryggi eru alltaf í fyrsta sæti.

Asgard býður uppá dagsferðir og lengri ferðir fyrir einstaklinga og hópa. Einnig bjóðum við upp á námskeið sem tengjast fjallaleiðsögn, við góðan orðstír. Við hönnum og framkvæmum einstakar upplifanir. Sé hugmyndin innan okkar sérsviðs, þá framkvæmum við hana í samráði við gestina okkar. 

Glacier Zipline

Jökulsárlón, 781 Höfn í Hornafirði

EV Travel

Ásholt 40, 105 Reykjavík
Vakinn

Into the Glacier

Skútuvogur 2, 104 Reykjavík

Into the Glacier býður upp á super jeppaferðir á Langjökul í ein af stærstu ísgöngum í heimi. Ferðirnar hefjast frá Húsafelli, Klaka eða Reykjavík og eru göngin staðsett í 2.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Ógleymanleg upplifun fyrir alla fjölskylduna.

Við bjóðum upp á

Mountaineers of Iceland

Skálpanes, 806 Selfoss

Mountaineers of Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í vélsleða, íshella ferðum á Langjökli auk Jeppaferða á breyttum jeppum. 

Fyrirtækið hefur verið starfandi síðan 1996, starfsaðstaða okkar er upp frá Gullfoss.

Ferðagjöfin er hægt að nýta upp í ferð hjá okkur, einnig er hægt að kaupa gjafabréf sem er þá hægt að nýta síðar. Gjafabréfi eru frá ISK 5.000 smella hér Gjafabréf .

Við skipuleggjum einnig frábærar starfsmannaferðir, hópaferðir og hvataferðir. Til að fá nánari upplýsingar má senda tölvupóst á ice@mountaineers.is eða síma 580 9900

Glaciers and Waterfalls

Kópavogsbraut 10, 200 Kópavogur

Við, hjá Glaciers and Waterfalls, elskum ævintýraferðir og erum staðráðin í að veita viðskiptavinum frábæra upplifun. Með ástríðu okkar og þekkingu á landinu veitum við fóki meiri upplifun og tengjum það sérstakri menningu okkar.

Markmið okkar er að veita einstaka upplifun, framúrskarandi þjónustu og skapa frábærar minningar.

  • Glaciers and Waterfalls býður upp á hágæða ævintýra og skoðunarferðir.
  • Við bjóðum upp á fámenna hópa og persónuleg tengsl við viðskiptavini.
  • Reyndir leiðsögumenn leiða hópinn, fræða um staðhættir og segja sögur af fólki og vættum.

Bergmenn ehf.

Klængshóll, 621 Dalvík

Jökull Bergmann er stofnandi Bergmanna og jafnframt fyrsti og eini faglærði fjallaleiðsögumaður landsins. Bergmenn sérhæfa sig í leiðsögn og kennslu á öllum sviðum fjallamennsku.

Á Íslandi leggjum við megináherslu á fjallaskíða- og þyrluskíðaferðir á vorin ásamt fjallgöngum á landsins hæstu tinda. Á sumrin klífum við kletta og fjöll ásamt því sem við bjóðum uppá sérsniðnar fjallaferðir í Alpana, til Grænlands eða á hvern þann tind sem hugur þinn girnist. Ef þú ert að leita að ógleymanlegri upplifun undir öruggri handleiðslu fagmanna eru Bergmenn til þjónustu eiðubúnir.

Sjáumst á fjöllum.

www.bergmenn.com
www.arcticheliskiing.com
www.ravenhilllodge.com
www.karlsa.com

                                        

Iceland by Guide

Skólavörðustígur 30, 101 Reykjavík

Viltu upplifa Ísland með þínum hætti? Ég er hér bara fyrir þig! Ísland með leiðsögumanni (Iceland by Guide) er hannað til að lengja líf þitt og gera það frábært á ferðalögum. Ég Birgir Jóa (Bijo) ásamt vinum mínum, hönnum og skipuleggjum, ökum og leiðsegjum þér ævintýrinu þínu á Íslandi. Þú upplifir allt frá því að vera einn í náttúrunni og slaka á yfir í að sjá nýja náttúruupplifun á hverjum klukkutíma. Þú upplifir og tekur myndir og ert með frábæra sögu til að segja vinum frá þegar þú kemur heim.

Iceland by Guide er með sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga og hópa sem ferðast saman til Íslands.

Absorb Iceland

Rósarimi 1, 112 Reykjavík

Absorb Iceland er íslensk ferðaskrifstofa staðsett í Reykjavík sem vottuð er af Ferðamálastofu Íslands og fer eftir öllum lögum og reglum í ferðaþjónustu á Íslandi.

Við sérhæfum okkur í einkaferðum innanlands þar sem ferðast er á afslappandi og ánægjulega vegu. Með okkar reynda leiðsögufólki færðu að upplifa allt sem Ísland og hrífandi náttúru þess hafa að bjóða, hvort sem er með stútfullri ferðaáætlun af fjöri eða rólegum og þægilegum degi.

Við elskum að sníða ferðir að þörfum gesta okkar til að gera upplifun þeirra af Íslandi einstaka og ógleymanlega um alla ævi. Við leggjum ávallt áherslu á að veita gestum okkar persónulega og vinalega þjónustu, svo þeim líði eins og þeir séu að skoða landið með vini. Þú getur alltaf haft samband við okkur til að byrja að skipuleggja dvöl þína á Íslandi með bestu mögulegu ferðaáætlun sem er útbúin sérstaklega fyrir þig.

Við búum í Reykjavík og höfum brennandi áhuga á Íslandi. Okkur finnst við svo lánsöm að hafa alist upp og búið í okkar frábæra landi og viljum deila þekkingu okkar og kunnáttu á landinu og öllum þeim undrum sem Ísland hefur upp á að bjóða með nýjum vinum okkar.

Þú ferðast í einkaferð með persónulegum leiðsögumanni og færð nákvæmari upplifun af Íslandi og náttúru þess, menningu og sögu. Þess vegna eru ferðirnar okkar einkaferðir svo gestir okkar fái persónulegri nálgun.

Vakinn

Kynnisferðir - Reykjavik Excursions

BSÍ Bus Terminal, 101 Reykjavík

Reykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla.

Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/

Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð.

www.re.is

North Ice ehf.

Steinasel 6, 109 Reykjavík

North Ice er lítið fjölskyldu fyrirtæki staðsett í Reykjavík. Við sérhæfum okkur í fjallamennsku, klifri og jökklum víðsvegar um Ísland.

Markmiðið okkar er alltaf að hafa hverja ferð eins persónulega og mögulegt er. Til að slíkt sé mögulegt höfum við lágt hlutfall á kúnnum vs leiðsögumönnum.

Við leggjum mikið upp úr sérferðum þar sem þú getur ráðið ferðinni með okkar leiðsögn.

Allir leiðsögumenn okkar eru íslenskir með mikla reynslu á sínu sviði, hvort sem það er jeppamennska, klifur eða jökklar.

Frosty Tours

Birkihólar 13, 800 Selfoss

Moonwalker ehf.

Leirubakki 20, 109 Reykjavík

Við erum margverðlaunað ferðafyrirtæki sem leggur áherslu á að veita ferðalöngum einstaka og ógleymanlega upplifun þegar þeir skoða töfrandi náttúrufegurð Íslands. Með teymi löggiltra faglegra ferðamannaleiðsögumanna og reyndra leitar- og björgunarbílstjóra við stjórnvölinn, störfum við stolt sem fullgildur leyfishafi frá Ferðamálastofu og vottun frá Félagi fjallaleiðsögumanna og Félagi leiðsögumanna. Moonwalker býður upp á úrval af spennandi ferðum sem ætlað er að sýna stórkostlega fegurð landsins í nýju ljósi. Með áherslu á frábæra þjónustu, sérsniðna nálgun og ástríðu fyrir ævintýrum, er Moonwalker fullkominn kostur til að búa til ógleymanlegar minningar.

Gistiheimilið Dynjandi

Dynjandi, 781 Höfn í Hornafirði

Dynjandi Gistiheimili er staðsettur rétt við Höfn í Hornafirði, á milli Höfn og Stokksnesi. Þarna er hægt að gista í fögru og rólegu umhverfi. Gistiheimili býður upp á alls 3 2ja manna herbergi með 3 sameiginlegu baðherbergi. Handlaugar, hraðsuðuketill, te og kaffi og vatn eru í hverju herbergi Morgunverður og aðgangur að internetinu er innifalinn í verði. Það er ekki til eldhus, en örbylgjuofn, hraðsuðuketill i hverju herbergi og ískápur. Margir matsölustaðir og kaffihús eru á Höfn, en þangað er um 5 mín akstur.

 

Frábært tækifæri til að upplífa Suðausturland, skoða Jökulsárlón, Stafafell, Stokksnes, Papós, Lónsöræfi ofl.!

Borea Adventures

Aðalstræti 17, 400 Ísafjörður

Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.

Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum. 

Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja. 

Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör. 

Southcoast Adventure

Ormsvöllur 23, 860 Hvolsvöllur

Southcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir búsettir á Hvolsvelli og eru mjög staðkunnugir, enda hafa flestir alist upp á svæðinu og unnið í þessum geira í mörg ár.

Upphafstaður ferða er Brú Base Camp- vegur 249

Notast er við sérútbúna, breytta jeppa í flestar ferðir og er til tækjabúnaður til að takast á við flest allt sem náttúran hefur upp á að bjóða, bæði um vetur og sumar.

Einnig er boðið uppá snjósleðaferðir og þá á Eyjafjallajökli. sem hafa slegið í gegn. Svo er það allra nýjasta viðbótin og það mun vera Buggy bílarnir. Ýmis sér verkefni er ekkert mál sé þess óskað. Hægt er að senda fyrirspurnir um sérferðir á info@southadventure.is eða í síma 867-3535.

Into the Wild

Fagrabrekka 20, 200 Kópavogur

Into The Wild bíður upp á ævintýralegar jeppaferðir sniðnar að þínum óskum.

Sjáið einnig: https://www.facebook.com/IntoTheWildIceland

Glacier Journey

Jökulsárlón – Glacier lagoon, 781 Höfn í Hornafirði

Fjölskyldufyrirtækið Glacier Journey er eigu hjónanna Laufeyjar Guðmundsdóttur og Guðlaugs J. Þorsteinssonar og er staðsett á Höfn í Hornafirði. Laufey og Gulli hafa áratuga reynslu af jöklaferðum og hafa boðið upp á ferðir á Vatnajökul síðan 1999.

Glacier Journey starfar allt árið og býður uppá jeppaferðir, snjósleðaferðir, íshellaferðir og skoðunarferðir. Einnig býður fyrirtækið upp á skoðunarferðir með minni hópa á litlum rútum um ríki Vatnajökuls.

Yfir vetrartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Jökulsárlón og þaðan er haldið af stað í íshella eða snjósleða, snjósleðaferðir á þessum tíma eru á Breiðamerkurjökli.

Yfir sumartímann taka Laufey og Gulli á móti gestum sínum við Hótel Smyrlabjörg, sem er 45 km austan við Jökulsárlón. Þaðan er síðan ekið á jeppa upp á Skálafellsjökul, annað hvort haldið áfram á jeppa eða skipt yfir á snjósleða.

Í öllum ferðum Glacier Journey fer reyndur leiðsögumaður fyrir hópnum, fræðir, skemmtir og umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt.

 Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á info@glacierjourney.is eða skoða heimasíðuna www.glacierjourney.is .

Katlatrack

Austurvegur 16, 870 Vík

Katlatrack var stofnað vorið 2009 með það að markmiði að bjóða upp á afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn um suðurland og með áherslu syðsta hluta landsins í kringum Vík. Stofnandi Katlatrack er fæddur og uppalinn í Mýrdalnum. Hann þekkir svæðið vel og sögu þess. Hann er vanur fjallamennsku hverskonar þó með áherslu á fjall og jöklagöngu og akstri fjallajeppa. Eldfjallið Katla spilar stóran þátt í ferðum Katlatrack en Katla er hættulegasta eldfjall sem við íslendingar eigum. Aðalmarkmið Katlatrack eru ánægðir viðskiptavinir og því náum við með því að hámarka upplifun hvers og eins. 

 

Melrakki Adventures

Skaftafell terminal - Flugvallarvegur 5, 785 Öræfi

Melrakki Adventures býður upp á jöklagöngur í Skaftafelli. Minnstu hópastærðirnar, ódýrustu ferðirnar, 4x4 keyrsla upp að jökulsporði og reyndir leiðsögumenn.

Melrakki Adventures er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 2019 með þau markmið að bjóða ferðamönnum upp á ómetanlega upplifun í einni helstu náttúruperlu Íslands, Öræfasveit. Við sérhæfum okkur í jöklaleiðsögn á skriðjöklum Vatnajökuls, bæði jöklagöngum á sumrin og íshellaferðum á veturna. Leiðsögumenn okkar hafa menntun frá Félagi Íslenskra Fjallaleiðsögumanna auk þess að hafa lokið skyndihjálparnámskeiði í óbyggðum frá NOLS.

Ferðirnar okkar eru frábrugðnar öðrum að því leyti að það eru aldrei fleiri en 8 í hóp sem gerir ferðirnar persónulegri og skemmtilegri, auk þess eru ferðirnar þær ódýrustu á svæðinu.

Hægt er að panta ferðir á melrakki.com eða hafa samband á info@melrakki.com  eða í síma 7744033. Einnig er hægt að koma í heimsókn og bóka á staðnum en við erum staðsett á flugvellinum í Skaftafelli.

Opnunartími:
Sumar - allir dagar: 9:00-18:30.
Vetur - allir dagar: 9:00-17:00.

 

Ef þið viljið fylgjast með okkur á instagram er það hægt hér.
Ef þið viljið skoða umsagnir frá viðskiptavinum okkar er það hægt hér.

Tindaborg

Lambhagi, Svínafell, 785 Öræfi

Tindaborg er fjölskyldufyrirtæki, staðsett í Öræfum undir Vatnajökli sem sérhæfir sig í fjalla- og jöklaleiðsögn í Öræfum undir leiðsögn staðkunnra og reyndra leiðsögumanna. Við bjóðum upp á ísklifur, ferðir á hæstu tinda landsins, íshellaferðir, jöklagöngur, klettaklifur og námskeið í fjalla- og jöklaleiðsögn. 

Opið fyrir bókanir í sérsniðnar einkaferðir allan ársins hring. 

Heimsækið heimasíðu okkar fyrir fleiri upplýsingar www.tindaborg.is 

Ice Guardians Iceland

**, 780 Höfn í Hornafirði

Við erum fyrirtæki sem sérhæfir sig í ævintýraferðamennsku. Fyrirtækið var stofnað af tveimur alþjóðlega reyndum leiðsögumönnum. Okkar starfsemi fer fram í okkar nánasta umhverfi, í kringum Hornafjörð. 

Okkar markmið er að bjóða upp á einstaka og heillandi upplifun á stóra leikvellinum sem er Vatnajökull er. Innan við 100-200 ár munu allir aðgengilegir skriðjöklar hafa hopað að öllu leyti vegna 1-2 °C hlýnunar jarðar. 

Ferðirnar okkar ganga út á fræðslu og ævintýri. Við viljum deila okkar þekkingu á jöklafræði, eldfjöllum, loftslagsbreytingum, jarðfræði og fleiru á meðan við sköpum eftirminnilega upplifun. 

Bókaðu hjá okkur eða sendu okkur fyrirspurn til að byrja þitt ferðalag i kringum Vatnajökul. 

Fjallsárlón

Fjallsárlón, 785 Öræfi

FJALLSÁRLÓN JÖKULLÓNSIGLING
Við bjóðum þér í einstaka bátsferð á litlum Zodiac bát þar sem siglt er meðal síbreytilegra ísjaka sem fljóta um í kyrrð og ró. Sigldu upp að „stálinu“ jökulvegg Vatnajökuls þar sem oft má sjá ísjaka brotna frá jökulvegginum með stórkostlegu sjónarspili. Þeir sem vilja fá tækifæri til að smakka fornan ísinn. Leiðsögumenn okkar sjá til þess að þú fáir persónulega en faglega þjónustu, þar á meðal góða innsýn í sögu og náttúru svæðisins. Njóttu frelsis og upplifðu stórbrotna afþreyingu á frábæru verði! 

FERÐATILHÖGUN
Við mætingu verður þér afhentur hlífðarfatnaður, hlýr vatns- og vindheldur jakki ásamt flotvesti. Einn af leiðsögumönnum okkar mun svo ganga með þér að lóninu í gegnum fallegt landslag og að bátnum þínum. Ganga önnur leið tekur um 5-7 mínútur. Við tekur ógleymanleg 45 mínútna sigling um Fjallsárlón. Þegar komið er aftur í land er gengið að bækistöðvum okkar og gengið frá búnaði. Vinsamlega klæðið ykkur eftir veðri.

Heildartími: 75-90 mínútur þar af sigling 45 mínútur

Aldurstakmark: 6 ára

Opnunartími: 1. apríl – 31. október 

Siglingar háönn: 08:30-17:30

Frost veitingastaðurinn okkar er staðsettur nálægt Fjallsárlóni. Þar er boðið uppá hlaðborð í hádeginu, ásamt léttum veitingum fyrir svanga ferðalanga yfir daginn.

Local Guide - of Vatnajökull

Hofsnes, 785 Öræfi

Jöklaferðir í ríki Vatnajökuls

www.localguide.is
info@localguide.is
sími: 8941317

Um:
Local Guide of Vatnajökull er lítið fjölskyldufyrirtæki á Suðausturlandi og hefur verið starfrækt frá árinu 1991. Rætur fyrirtækisins liggja í Öræfum og hafa fimm kynslóðir fjölskyldunnar farið í leiðangra um jökulinn og fyrirtækið er nú í eigu þriðju kynslóðar.

Local Guide býr yfir mikilli þekkingu um allt Vatnajökulssvæðið. Sérhæfing okkar eru íshellaferðir á veturna og ísgönguferðir á sumrin. Við tökum einnig að okkur sérferðir fyrir hópa og fjölskyldur, tindaleiðangra, ljósmyndaferðir, gönguferðir, jeppaskutl og trúss; á Vatnajökli og sem dæmi í umhverfi Skaftafells, Núpstaðarskógs og Lakagíga.

Ekki hika við að setja þig í samband við okkur og við munum með ánægju sýna þér þessa mikla náttúruperlu sem Vatnajökulsþjóðgarður býður uppá. 

Opnunartími:
Jökla-, ísgöngu- og ísklifurferðir: allt árið
Íshellaferðir: október - april
Gönguferðir og klettaklifurnámskeið: á sumrin

Við sjáum einnig um jeppaskutl og trúss um allt Vatnajökulssvæðið. 

Iceland Challenge

Holtasel , 109 Reykjavík

Ný ferðaskrifstofa hefur bæst í íslensku ferðaskrifstofuflóruna. Iceland Challenge býður upp á einstakar áskoranir í einstöku íslenskri náttúru og umhverfi. Ferðaskrifstofan er stofnuð af Yulia Zhatkina frá Úkraínu, sem kom hingað til lands árið 2022, og Eggerti Guðmundssyni. Með þeim starfar við alþjóðlegt teymi leiðsögumanna, ferðasérfræðinga og sérfræðinga á sviði sölu- og markaðsmála.

Iceland Challenge býður upp á adrenalínfyllt ævintýri í stórbrotinni íslenskri náttúru fyrir þau sem vilja meira en hefðbundnar rútuferðir um Gullna hringinn, en kjósa þau að ferðast í öruggu umhverfi og undir öruggri leiðsögn.

„Okkur finnst að ferðalög eigi að vera sambland af því að uppgötva heiminn og að uppgötva sjálfan sig og við erum sannfærð um að Ísland bjóði upp á einstök tækifæri til þess. Þetta land, sem hefur ítrekað haft áhrif heimssöguna, getur einnig haft djúpstæð áhrif á líf þeirra sem eru reiðubúnir að opna augun fyrir ævintýrum í sínu eigin lífi,“ segir Yulia Zhatkina, annar stofnenda fyrirtækisins.

Ísland laðar sífellt að fleiri ævintýragjarna ferðamenn frá öllum heimshornum í leit að einstökum og ógleymanlegum upplifunum. Iceland Challenge er stofnað til að mæta sífellt aukinni eftirspurn og býður nú upp á fjölbreytt úrval áskorana sem mæta þörfum og óskum viðskiptavina. Sem dæmi má nefna þriggja daga ævintýri þar sem þátttakendur upplifa þrjá íslenska jökla og fá að ganga á skriðjökul, keyra vélsleða, kanna íshella og njóta ískaldrar fegurðar jöklanna úr lofti. Þá er boðið upp á nú daga matar- og náttúruáskorun, þar sem þátttakendur fá að kynnast mismunandi íslenskum matarhefðum í ólíkum landshlutum og skoða náttúruundur landsins samhliða. Ferðasérfræðingar Iceland Challenge hafa sett saman úrval hefðbundinna þjóðlegra rétta og nútíma matargerðarlistar og í ferðinni er einnig heimsóttir margir stórkostlegustu staðir Íslands, svo sem fossar, hverir, eldfjöll og svartar sandstrendur. Loks má nefna þriggja daga ástaráskorun sem m.a. felur í sér heimsókn í baðlón, nudd á snyrtistofu og sögustund um ástir íslenskra landsnámsmanna.

Iceland Challenge býður einnig upp á alhliða ferðaþjónustu, þ.m.t. móttöku, flutninga, hótelgistingu, veitingastaði, afþreyingu, skoðunarferðir, ráðstefnur og þemaviðburði, auk sérgerðra einkaferða fyrir hópa og einstaklinga.

Fyrirtækið vinnur ekki með þeim sem styðja ársá Rússlands á Úkraínu og hyggst gefa hluta af hagnaði sínum til að styðja Úkraínumenn.

Nánari upplýsingar er að finna á vefnum icelandchallenge.is .

Gravel Travel

Kirkjubraut 10, 170 Seltjarnarnes

Gravel Travel er fjölskyldurekið fyrirtæki og við sérhæfum okkur í að bjóða upp á hágæða ferðaupplifun og persónulegar ævintýraferðir um hið töfrandi landslag Íslands. Með þrjár kynslóðir Íslendinga við stjórnvölinn komum við með mikið af sérfræðiþekkingu í hverja ferð og tryggjum að hver gestur fari með djúpa og varanlega tengingu við eyjuna okkar. Allt frá spennandi dagsferðum til einkaferða og margra daga ævintýra, við sníðum hverja upplifun að þínum þörfum. Ekki missa af flaggskipsferðinni okkar í hinn einstaka íshelli Kötlu – ógleymanleg upplifun í einu af hinum einstöku náttúruundrum Íslands.