Melrakki Adventures
Melrakki Adventures býður upp á jöklagöngur í Skaftafelli. Minnstu hópastærðirnar, ódýrustu ferðirnar, 4x4 keyrsla upp að jökulsporði og reyndir leiðsögumenn.
Melrakki Adventures er lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 2019 með þau markmið að bjóða ferðamönnum upp á ómetanlega upplifun í einni helstu náttúruperlu Íslands, Öræfasveit. Við sérhæfum okkur í jöklaleiðsögn á skriðjöklum Vatnajökuls, bæði jöklagöngum á sumrin og íshellaferðum á veturna. Leiðsögumenn okkar hafa menntun frá Félagi Íslenskra Fjallaleiðsögumanna auk þess að hafa lokið skyndihjálparnámskeiði í óbyggðum frá NOLS.
Ferðirnar okkar eru frábrugðnar öðrum að því leyti að það eru aldrei fleiri en 8 í hóp sem gerir ferðirnar persónulegri og skemmtilegri, auk þess eru ferðirnar þær ódýrustu á svæðinu.
Hægt er að panta ferðir á melrakki.com eða hafa samband á info@melrakki.com eða í síma 7744033. Einnig er hægt að koma í heimsókn og bóka á staðnum en við erum staðsett á flugvellinum í Skaftafelli.
Opnunartími:
Sumar - allir dagar: 9:00-18:30.
Vetur - allir dagar: 9:00-17:00.
Ef þið viljið fylgjast með okkur á instagram er það hægt hér.
Ef þið viljið skoða umsagnir frá viðskiptavinum okkar er það hægt hér.