Fara í efni

Beffa Tours / Harbour Inn Guesthouse

Hjá Beffa Tours er boðið upp á siglingu um Arnarfjörð, sem er með fallegri fjörðum landsins. Í firðinum hefur hnúfubakur komið sér fyrir til sumardvalar okkur til mikillar ánægju og er boðið upp á daglegar ferðir í hvalaskoðun á föstum tímum yfir sumarið, en eftir samkomulagi þess utan. Einnig er boðið upp á ferðir í sjóstöng, þar sem gestum er velkomið að taka aflann með sér heim.

Báturinn rúmar allt að 7 farþega og er gestum velkomið að upplifa sjávarniðinn á dekkinu eða koma sér fyrir inni í hlýjunni hjá skipstjóranum og heyra hann ausa úr viskubrunni sínum. Hægt er að bóka bátinn í prívatferðir, tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa.

Hvalaskoðun:
20. júní- 20. ágúst: daglega kl. 08:30 og 19.30, lengd ferðar 2 klst.
20. ágúst- 31. október: brottför eftir samkomulagi, lengd ferðar 2 klst.

Sjóstangveiði:
Sérferðir er hægt að bóka á heimasíðu eða í síma.

Prívatferðir, náttúruskoðun og skutl:
Hægt að bóka með tölvupósti eða í síma.

 Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Hvað er í boði