SBA-Norðurleið
SBA - Norðurleið sérhæfir sig í útleigu hópferðabifreiða og er eitt það stærsta sinnar tegundar á Íslandi. Fyrirtækið er með starfstöðvar á Akureyri og í Hafnarfirði.
SBA-Norðurleið leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum góða bíla sem henta við öll tækifæri. Bílaflotinn samanstendur 100 vel útbúnum bifreiðum til sumar- og vetraraksturs sem taka 6-73 farþega í sæti og þar af eru nokkrir öflugir fjórhjóladrifnir (4X4) rútur sem auka möguleika og öryggi í fjalla- og vetrarferðum.
Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur stjórnenda, bifvélavirkja, bílstjóra og leiðsögumanna með yfir þriggja áratuga reynslu af rekstri hópferðabíla.
Það getur verið þægilegur, hagkvæmur og umhverfisvænn kostur að leigja rútu.
Algengustu verkefni SBA-Norðurleiðar:
- Lengri og styttri hópferðir fyrir ferðaskrifstofur, fyrirtæki og einkaaðila.
- Þjónusta við skemmtiferðaskip
- Íþróttaferðir
- Akstur til og frá flugvelli
- Skólahópar
- Ráðstefnuhópar
- Akstur í tengslum við veislur og hátíðleg tækifæri
Til að fá tilboð eða frekari upplýsingar sendið tölvupóst á sba@sba.is. Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er.