Reykjavík Sailors ehf.
Reykjavík Sailors er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á afþreyingu til sjós frá Reykjavíkurhöfn, Vesturbugt. Við kappkostum að veita góða og persónulega þjónustu og leggjum sérstaka áherslu á öryggi viðskiptavina okkar.
Í skipinu eru góðir útsýnispallar og góð aðstaða inni sem úti og nægt pláss er fyrir alla. Stórt og gott veitingarými er um borð, þráðlaust internet, salerni og snyrtiaðstaða. Einnig eru hlýir gallar í boði fyrir þá sem vilja.
Opið allt árið:
Sumar: 08:00-18:00 (mars - 15. nóvember)
Vetur: 09:30-18:00 (16. nóvember - febrúar)