Skúli Craft Bar
Skúli Craft Bar er á Fógetatorginu við Aðalstræti 9. Skúli er sjálfstæður bar sem sérhæfir sig í handverksbjór í hæsta gæðaflokki.
Bjórvitund okkar Íslendinga fer ört vaxandi og í ljósi þess verður ekki lengur hægt að bjóða okkur upp á hvaða bjórsull sem er því gæðakröfur okkar á bjór eru einfaldlega að aukast. Við hjá Skúla Craft Bar heyrum þessar kröfuraddir bjórunnenda og mætum þeim með notalegum stað í hjarta borgarinnar þar sem hægt er að njóta handverksbjórs í hæsta gæðaflokki. Þú þarft ekki að taka flugið lengur, kíktu heldur við Í Aðalstræti 9, við Fógetatorgið, 101 Rvík og bjóddu bragðlaukunum með í ævintýraferð.