Bál Vín & Grill
Okkur fannst vanta meira úrval af vínbörum og veitingastöðum sem bjóða upp á vín í hærri gæðaflokki á samgjörnu verði. Út frá þessum pælingum fæddist hugmyndin að Bál, en Bál er vín og grill bar sem að notast við Japanskt Robata kolagrill sem að nær allt að 800°C og gefur matnum einstakan kola-grill keim. Einnig leggur Bál áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gæða léttvíni og að gera hreinskilinn mat sem parast vel með þeim vínum.