Center Hotels Laugavegur
Center Hotels Laugavegur er staðsett líkt og nafnið bendir til á Laugaveginum. Nánar tiltekið á horni Laugavegar og Snorrabrautar. Hótelið er því staðsett í hringiðu miðborgarinnar í grennd við allt það besta sem miðborgin býður upp á.
Á Laugaveg eru 102 einstaklega fallega hönnuð herbergi sem eru björt með stórum gluggum. Sum hver snúa út á Laugaveg á meðan önnur snúa út á Snorrabraut. Þau herbergi sem eru staðsett ofarlega hafa aðgang að svölum með útsýni út á Faxaflóa. Öll nútíma þægindi er að finna inni á herbergjunum. Morgunverður fylgir með sem og frítt þráðlaust internet á hótelinu.
Tveir veitingastaðir eru á Center Hotels Laugaveg. Annar er Lóa Bar-Bistro sem býður upp á létta rétti og Stökk er staðurinn til að staldra við ef stemming er fyrir góðri súpu, kaffi eða samloku.
- 102 herbergi
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet
- Bar
- Veitingastaðurinn Lóa Bar-Bistro
- Veitingastaðurinn Stökk
Center Hotels Laugavegur er hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur.