Kaffi 59
Kaffi 59 er lítill einkarekinn fjölskylduveitingastaður og bar við aðalgötu bæjarins.
Kaffi 59 er í alfaraleið skammt frá Kirkjufellsfossi og býður upp á fallegt útsýni á Kirkjufell.
Á matseðlinum eru hamborgarar, pizzur, djúpsteiktur fiskur og fleira góðgæti.
Réttirnir á matseðlinum draga nafn sitt af náttúruperlum í umhverfinu bæjarins og ber þá helst að nefna vinsælasta borgarann, Kirkjufellsfoss eða pizzurnar Kirkjufell, Stöð og Helgrindur.
Á Kaffi 59 er einnig hægt að setjast niður og gæða sér á ís úr vél og köku dagsins.
Á Kaffi 59 er notaleg fjölskyldustemning innan um heimamenn og ferðamenn.
Ýmsir viðburðir á Kaffi 59 setja litríkan svip á skemmtanalífið í bænum.
Endilega fylgist með á fésbókarsíðu Kaffi 59 en þar eru ýmsir viðburðir auglýstir sem og opnunartími.