Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili
Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili er staðsett í hjarta höfuðstaðarins með útsýni yfir Þingholtið en þessi skemmtilega staðsetning á stóran þátt í að skapa góðu stemminguna sem LOFTIÐ þekkt fyrir.
Farfuglaheimilið opnaði árið 2013 og er margverðlaunað fyrir gæða- og umhverfisstarf sitt. Það ber umhverfismerki Norðurlandanna – Svaninn og hlotið alþjóðlegu nafnbótina Heimsins Besta Hostel af HI.
Ef þú ert að leita þér að nútímalegri og hagkvæmri gistingu og viðburðastað fyrir fjölskylduna eða vinahópinn í hjarta Reykjavíkur þá gæti LOFTIÐ verið akkúrat staðurinn þinn. Þú gætir jafnvel tekið frá allt húsið fyrir hópinn þinn Sendið okkur endilega ósk um tilboð fyrir stærri hópa.
Á Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili eru 19 stílhrein og hlýleg 2ja til 6 manna fjölskylduherbergi Hægt er að fá barnarúm í öll herbergi án endurgjalds og í stofunni er barnahorn. Herbergi eru með sér baði, nettengingu og seturými. Gestir hafa aðgengi að vel búnu eldhúsi með grillsvölum, stofum með skiptibókahillum og fótboltaspili, þvottaaðstöðu og barnum. Léttur morgunverður í boði. Aðgengi hjólastóla er gott um allt hús og öll hafa aðgang að böðum með þarfir fatlaðra í huga.
Efsta hæðin á Reykjavik – Loft HI Hostel / Farfuglaheimili er viðburðastaður og bar sem státar einnig af besta útsýninu í bænum af þaksvölunum. Á barnum er gott úrval af innlendum bjór af krana. Þín bíður Hamingjustund alla daga frá klukkan 16 – 20 af kranabjór og vínglösum hússins. Hundar eru sérlega velkomnir.
Verið velkomin að njóta gestrisni og menningar í hjarta Reykjavíkur.