Laundromat Café
Í Ágúst 2004 opnaði The Laundromat Café í Elmegade 15 á Norðurbrú í Kaupmannahöfn.
Hugmyndin er að hægt sé að þvo fötin sín, fá sér að borða, lesa bók, drekka kaffi eða sörfa á netinu í þægilegu og afslöppuðu andrúmslofti.
Í Ágúst 2006 opnaði Laundromat Café í Århusgade 38 á Austurbrú í Kaupmannahöfn.
Í Mars 2011 opnaði Laundromat Café í Austurstræti 9 í Reykjavík.
Í Desember 2011 opnaði Laundromat Café á Gammel Kongevej 96 á Frederiksberg í Kaupmannahöfn.
Við bjóðum upp á fjölbreyttan matseðil með heimagerðum mat, kökum, heilsudrykkjum, smoothies, mjólkurhristingum, kaffi, tei, vínum og úrvali af bjór.
Allt borið fram með brosi á vör.
Hér finnurðu gott úrval tímarita og dagblaða og í barborðinu eru 6000 bækur sem þú getur lesið. Hjá okkur getur þú spilað yatzy, kotru, teflt eða spilað á spil.
Í kjallarnum er stórt barnaleiksvæði.