Hótel Reykjavík Centrum
Hótel Reykjavík Centrum er fyrsta flokks hótel í hjarta borgarinnar. Á hótelinu fá töfrar liðinna tíma að skína í gegn, enda er það staðsett við eina af elstu götum borgarinnar, Aðalstræti. Hótelið er byggt á gömlum grunni og elsti hluti hússins var byggður árið 1764.
Á hótelinu eru 89 herbergi með öllum helstu þægindum.
- Morgunverður í boði
- Bar & Café
- Fundaraðstaða
- Ókeypis þráðlaust net
- Lyfta
Hluti af Íslandshótelum.