Miðgarður by Center Hotels
Mitt í miðri Reykjavík er Miðgarður by Center Hotels. Hótelið er staðsett ofarlega á Laugavegi og er því nálægt öllu því helsta sem miðborgin býður upp á.
Á hótelinu eru 170 nýmóðins og notaleg herbergi sem öll eru fallega innréttuð með útsýni yfir miðborgina og bjóða upp á öll nútímaþægindi. Litlu smáatriðin eru nákvæmlega eins og þú vilt hafa þau. Morgunverður er innifalinn með öllum herbergjum hótelsins. Miðja hótelsins er iðagrænn og fallegur garður þar sem gott er að eiga notalega stund. Útgengt er í garðinn frá rúmgóðu alrými hótelsins sem og frá veitingastaðnum Jörgensen Kitchen & Bar sem staðsettur er á jarðhæð hótelsins.
Vel búin heilsulind er á Miðgarði þar sem finna má gufubað, heitan pott innandyra sem og utandyra og líkamsræktaraðstöðu. Boðið er upp á úrval af nuddmeðferðum í heilsulindinni. Fundarsalir eru á hótelinu og eru þeir allir bjartir, skemmtilega hannaðir með litríkum og nútímalegum húsgögnum. Gott aðgengi og næði er að finna í fundarsölunum.
- 170 herbergi
- Morgunverður innifalinn
- Ókeypis þráðlaust internet
- Heilsulind
- Líkamsræktaraðstaða
- Veitingastaðurinn Jörgensen Kitchen & Bar
- Bar
- Fundarsalir
- Afgirtur garður í miðju hótelsins
Hluti af Center Hotels hótelunum sem öll eru staðsett í hjarta miðborgar Reykjavíkur.