Hótel Borg
Hótel Borg er 4 stjörnu hótel staðsett við Pósthússtræti í Reykjavík. Hótelið er í hjarta Reykjavíkur en allt í kring má finna fjölbreytt mannlíf, veitingahús og verslanir. Á Hótel Borg eru 99 herbergi, þar af eru 7 svítur og 1 turnsvíta. Líkt og hótelið sjálft eru öll herbergin innréttuð í art deco stíl sem er einkennandi fyrir bygginguna og kemur fram jafnvel í minnstu smáatriðum. Lagt var upp með þægindi í bland við fágun við hönnun herbergjanna.
Herbergin á Hótel Borg eru búin helstu nútíma þægindum eins og flatskjásjónvarpi með innlendum og erlendum rásum, síma, öryggishólfi og míníbar. Þar að auki er frí internettenging, kaffi- og tesett, sérbaðherbergi með sturtu og/eða baðkari, upphituð baðherbergisgólf, skrifborð, baðsloppur og inniskór, baðvörur, hárblásari, strauborð og straujárn og parketlögð gólf inn á öllum herbergjum.
Hótel Borg býður gesti velkomna á Borg Spa, heilsulind og líkamsrækt þar sem boðið er upp á slakandi og endurnærandi meðferðir. Heilsulindin er búin heitum potti, gufubaði, sána og afslöppunarherbergi.
Á jarðhæð hótelsins er veitingastaðurinn Jamie´s Italian þar sem áhersla er lögð á hágæða hráefni frá bæði innlendum og erlendum framleiðendum. Matseðillinn er innblásinn af Ítalskri menningu – hefðum gildum og matarástríðu Ítala, og státar af úrvals antipasti og klassískum ítölskum réttum.
Hótel Borg er eitt af fimm Keahótelum sem staðsett er í Reykjavík.