Askur Taproom
Askur Taproom er handverksbar á Egilsstöðum. Í samstarfi við Austra Brugghús er boðið upp á fjöldan allan af handverksbjórum. Einnig er gott úrval kokteila í boði.
Boðið er upp á ýmiskonar afþreyingu svo sem pílu, beerpong og borðspil. Þá er sýnt frá öllum helstu íþróttaviðburðum á stórum skjá. Happy hour er alla daga milli kl. 16 og 18. Hægt er að njóta veitinga frá Ask Pizzeria á staðnum.