Hótel Holt
Hótel Holt er fyrsta flokks fjögurra stjörnu hótel í hjarta borgarinnar. Hótelið, sem byggt var af hjónunum Þorvaldi Guðmundssyni og Ingibjörgu Guðmundsdóttur, var opnað árið 1965 og hefur verið í eigu fjölskyldunnar síðan. Það hefur allt frá upphafi verið þekkt innanlands sem utan fyrir gestrisni og hlýju, notaleg herbergi og framúrskarandi þjónustu. Á hótelinu eru 42 herbergi, þar af fjórar svítur. Herbergin eru innréttuð í sígildum stíl og búin öllum helstu nútíma þægindum. Hótel Holt er einstakt á sína vísu, en það státar af stærsta einkasafni íslenskrar myndlistar sem prýðir bæði sali og herbergi hótelsins.