Fischersetur Selfossi
Í Fischersetrinu er verið að segja sögu skákmeistarans Róbert James Fischer. Auk þess er þarna félagsleg aðstaða fyrir Skákfélag Selfoss og nágrennis og aðra er vilja tefla og skákmót eru haldin. Ennfremur er þarna vísir að bókasafni um skákina, þar sem fólk getur sest niður og aflað sér frekari fróðleiks um skáklistina. Þá eru þarna fyrirlestra og kynningar á efni er tengjast skáklistinni.
Í setrinu er verið að sýna muni og myndir sem tengjast skákmeistaranum Bobby Fischer, eins og hann er jafnan nefndur. Aðallega eru þetta munir og myndir tengdir veru skákmeistarans hér á Íslandi og ber þar hæst skákeinvígi aldarinnar í Reykjavík 1972. Ennfremur eru munir og myndir frá síðustu æviárum hans hér á landi eða eftir að hann gerðist íslenskur ríkisborgari.
Hér er um að ræða skáksetur sem heldur uppi minningu skákeinvígis aldarinnar, þjónar ferðamönnum sem vilja fræðast meira um Fischer og eflir áhuga og iðkun skáklistarinnar.
Heimsmeistarinn hvílir svo í Laugardælakirkjugarði, sem er rétt austan við Selfoss.
Opið er frá 13:00-17:00 alla daga vikunnar, frá 1. júní - 22. ágúst, og á öðrum tímum opnað samkvæmt óskum.