Cafe Dunhagi
Dunhagi er sögufrægt félagsheimili þar sem veitingarhúsið Cafe Dunhagi er rekið frá vori til hausts. Veitingarhúsið er landsfrægt fyrir að hrista saman heimsins kryddum til að gera máltíðina eftirminnilega.
Á efri hæð hússins er Menningarhátíð Dunhaga þar sem landsfrægir listamenn, rithöfundar, ljóðaskáld og tónlistarmenn stíga á stokk allar helgar sumarsins. Í húsinu er víðamikið ljósmyndasafn þar sem saga Tálknfirðinga er rakin í máli og myndum.