Dæli Guesthouse
Ferðaþjónustan Dæli í Víðidal hefur verið rekin frá árinu 1988. Fjölbreytt aðstaða og afþreying, bæði fyrir einstaklinga og hópa, 16 herbergi með baði þar af 10 tveggja og 4 þriggja manna og 1 með aðgengi fyrir fatlaða. Þá eru 6 smáhýsi með rúmum og kojum fyrir allt að 24 manns og er hvert hús 12 m² að stærð með WC í hverju húsi. Sameiginleg sturtu- og snyrtiaðstöða. Þar er einnig matsalur með eldunaraðstöðu.
Í Dæli er rekin veitingasala með bar fyrir gesti og gangandi, hópa jafnt sem einstaklinga. Okkar rómaða kaffihlaðborð með heimabökuðu íslensku bakkelsi nýtur líka sívaxandi vinsælda. Við gerum tilboð í hópa, bæði í mat og kaffi, svo hafið endilega samband og fáið frekari upplýsingar!
Veitingasalan er opin alla daga og öll kvöld frá 15. maí til 30. september, en annars eftir samkomulagi.
Boðið er upp á hestasýningar fyrir 15 eða fleiri en þær þarf að panta fyrirfram. Þá bjóðum við upp á reiðkennslu fyrir einstaklinga og þarf að bóka það sérstaklega .