Ártún Ferðaþjónusta
Ártún, Heimagisting - Boðið er upp á 5 notaleg herbergi á sér hæð, þrjú 2ja manna herbergi og tvö 3ja manna herbergi. Öll herbergin eru nýstandsett og vönduð rúm. Á hæðinni er sér snyrting með sturtu. Möguleiki á að setja inn aukadýnu í herbergin. Morgunverður, í veitingaskála á neðri hæð, innifalinn. Hlý og persónuleg þjónusta.
Ath! Hægt er að fá keyptan mat ef pantað er fyrirfram, eða eftir nánara samkomulagi.
Ártún, Tjaldstæði - Góð aðstaða, og nægt pláss er fyrir tjöld, fellihýsi, húsvagna og húsbíla. Góð hreinlætisaðstaða. Snyrtingar með sturtu, inniaðstaða fyrir fólk til að matast. Rafmagn. Seyrulosun er á staðnum. Möguleiki á þráðlausri internettengingu. Vínveitingar eru í boði í veitingaskálanum í Ártúni. Tjaldstæðin eru vel slétt og þétt. Rýmið er nánast óendanlegt og gefur því þeim sem það vilja, kost á að vera vel útaf fyrir sig. Opnunartími tjaldstæðisins er frá 1. maí - 30. september, eða eftir nánara samkomulagi.
Stutt er til Grenivíkur í aukna þjónustu svo sem verlsun, sundlaug, golfvöll, útgerðarminjasafn, gallery og fleira. Úrval áhugaverðra staða er í nágrenni Ártúns sem vert er að skoða svo sem Minjasafnið í Laufási. Fallegar gönguleiðir, fjölskrúðugt fuglalíf, hestferðir í nágrenninu, sólsetur á heimsmælikvarða og fleira sem heillar.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.