Ferðaþjónustan Hænuvík / Handverkshúsið Gullhóll
Í Hænuvík er rekin sumarhúsaleiga. Þar eru til leigu 4 misstór sumarhús. 4 – 10 manna hús. Sumarhúsin eru öll með eldunaraðstöðu og baðherbergi. Við öll sumarhúsin er hægt að sitja úti og njóta náttúrunnar og kyrrðarinnar. Í Hænuvík er mikið fuglalíf. Þar er hvít sandfjara og fallegt sólarlag. Einnig eru margar fallegar gönguleiðir á staðnum. Á vorin er hægt að fá leiðsögn í fjárhús og sjá kindurnar.
Í Hænuvík er handverkshúsið Gullhóll með heimagerðu handverki eftir heimilisfólkið í Hænuvík. Þar er hægt að kaupa rendar skálar, prjónaða sokka, vettlinga og lopapeysur auk ýmisskonar vöru sem gerð er á staðnum.