Kjarnalundur - Sumarbústaður
Ný og glæsileg 109 fm sumarhús með heitum potti til leigu á Akureyri í Kjarnaskógi. Hvert hús er með gistipláss fyrir sex manns í þremur svefnherbergjum. Í hverju húsi eru tvö baðherbergi, stofa með stóru stjónvarpi, fullbúið eldhús, stór verönd með heitum potti og gas grilli. Þráðlaust net er í öllum húsunum.
Bústaðirnir hafa upp á að bjóða notalegt og afslappað umhverfi með einstakri aðstöðu hvað varðar útiveru, heilsu og vellíðan. Bústaðirnir er staðsettur í jaðri Kjarnaskógar sem er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa. Þar er að finna gönguleiðir, blakvöll, svæði til lautarferða, aðstöðu til að grilla, leiktæki og sérhannaða fjallahjólabraut. Á veturna er troðin göngubraut fyrir skíðagöngufólk.
Hótel Kjarnalundur er í göngufæri við sumarhúsin og þar er hægt að fá morgunverð, kvöldverð (kvöldverð þarf að bóka með fyrirvara). Einnig er í boði nudd, heitur pottur og infra-rauða sauna.