Gistihúsið Garður
Gistihúsið er í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð frá Keflavíkurflugvelli en það er staðsett í litla strandbænum Garði. Það býður upp á ókeypis Wi-Fi Internet og bílaleigu á staðnum.
Allar íbúðir og bústaðir gistihússins Guesthouse Gardur eru með gervihnattasjónvarpi og nútímalegu eldhúsi. Allar eru með ljósar og rúmgóðar innréttingar ásamt baðherbergi með sturtu.
Starfsfólkið getur aðstoðað við skipulagningu veiðiferða, fuglaskoðunar og golfferða. Strandlengjan er í 100 metra fjarlægð. Í innan við 5 mínútna göngufjarlægð er að finna vita en þar geta gestir notið máltíða, sólsetursins eða ef heppnin er með þeim, norðurljósanna.
Miðbær Reykjavíkur og þjóðvegur 1 eru í innan við 60 km fjarlægð.