Fara í efni

Nýlenda

Nýlenda er klassískur íslenskur sveitabær frá 1953 sem féll í eyði fyrir áratugum, en hefur nú verið gerður upp og breytt í fyrsta flokks gistingu með einstökum sveita blæ. Staðsetningin fyrir miðju Suðurlandi er fullkomin fyrir ferðamenn, stutt í alla helstu staði en um leið ró og næði eins og best gerist til sveita. Í húsinu er gistirými fyrir fjóra fullorðna og hægt að bæta við barnarúmi. Einnig er fullbúið eldhús og setustofa. Frá Nýlendu er stórkostlegt útsýni að Eyjafjöllum, Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli.

Hvað er í boði