Hraunháls
Góð gisting í boði í notalegu heilsárshúsi á hefðbundnum sveitabæ, í utanverðri Helgafellssveit mitt á milli Stykkishólms (19 km.) og Grundarfjarðar (22 km.)
Húsið er 82 fermetrar með tveimur svefnherbergjum, tvö rúm eru í hvoru herbergi. Rúmgóður svefnsófi er í stofu með svefnpláss fyrir tvo. Auk þeirra eru á staðnum 2 dýnur sem leggja má á gólf. Gott eldhús er í húsinu með öllum nauðsynlegum útbúnaði, gott baðherbergi með sturtu, björt og rúmgóð stofa og þvottavél í þvottahúsi. Skjólgóður pallur er sunnanmegin við húsið með gasgrilli og garðhúsgögnum en góð grasflöt norðanmegin.
Góð staðsetning fyrir þá sem vilja njóta alls þess sem Snæfellsnesið hefur upp á að bjóða .