Blue View Cabins
Við erum með tólf 25-62 fm sumarhús á Torfastaðaheiði í Biskupstungum, aðeins um 3-4 km frá Reykholti þar sem eru veitingastaðirnir Friðheimar og Mika, þægindaverslunin Bjarnabúð, N1 sjálfsali og sundlaug. Húsin eru vel búin og ölll með heitum potti.
Í 25 fm húsunum er eitt svefnherbergi, lítið eldhús með tveimur eldavélarhellum, örbylgjuofni og baðherbergi með rúmgóðri sturtu. Þau eru að öllu jöfnu aðeins ætluð tveimur einstaklingum. Í stærri húsunum eru tvö svefnherbergi og svefnsófi í stofunni, gott eldhús með 4 eldavélarhellum og bakaraofni ásamt örbylgjuofni o.fl., rúmgott baðherbergi með sturtu. Stærri húsin eru ætluð allt að 6 manns.
Geggjað útsýni og rólegt og gott hverfi. Hvers konar partýhald, háreysti eða annað ónæði er stranglega bannað og við erum með vakt á svæðinu. Sjá nánar á www.bluevacations.is.
Allar nánari upplýsingar veitir Ína Björk 696 3463 á skrifstofutíma eða Jóhann Guðni í síma 665 8928.