Bjarg Borgarnes
Bjarg Borgarnes er lítið fjölskyldurekið gistihús í gömlum bóndabæ í útjaðri Borgarness, þar hafa gömlu útihúsin verið innréttuð sem gistihús. Gisting er í séríbúð fyrir 4 með eldunaraðstöðu og baði og í íbúð með 3 herbergjum; tveim 2ja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, með sameiginlegri eldunaraðstöðu og baðherbergjum. Einnig í 4-6 manna bústað (81m2) með tveim 2ja manna herbergjum, svefnsófa í stofu, baðherbergi og vel útbúnu eldhúsi ásamt einstöku útsýni yfir Borgarfjörðin. Bjarg er staðsett á kyrrlátum stað en stutt er í alla þjónustu í Borgarnesi. Vel staðsett fyrir skoðunarferðir um Vesturland.