Hellnafell Guesthouse
Húsið er staðsett rétt fyrir utan Grundarfjörð með einstöku 360 gráðu útsýni. Meðal þess sem er í sjónmáli er okkar heimsfræga Kirkjufell og Kirkjufellsfoss. Hellnafell gistihús er 120 fm hús með 4 svefnherbergjum og góð eldhúsaðstaða með öllum helsta búnaði. Besta útsýnið á Kirkjufell er bara í bakgarðinum og húsið er aðeins nokkrum metrum frá sjónum. Frábært að sitja úti og njóta útsýnisins og þegar norðurljósin eru þá geta engin orð lýst tilfinningunni 😉