Ásbrandsstaðir
Ásbrandsstaðir eru utarlega, norðanmegin í Hofsárdal, um 7 km frá kauptúninu á Vopnafirði. Ef farið er um hringveginn þá er beygt inn á veg veg nr. 85 í Vesturádal og síðan beygt upp og yfir hálsinn inn á veg nr. 920 í Hofsárdal. Ef farið er um Hellisheiði, nr. 917, þá er síðan beygt inn á veg nr. 920.
Tvö sumarhús eru á Ásbrandsstöðum. Í öðru sumarhúsinu er gistiaðstaða fyrir allt að sex manns. Þar er góð eldhús og snyrtiaðstaða. Þvottavél er ekki í húsinu en hún er í aðstöðuhúsinu og snúrur eru bæði inni og úti. Einnig er sólpallur með fallegu útsýni með grillaðstöðu. Í hinu húsinu er svefnaðstaða fyrir tvo og baðherberbergi, einnig hafa gestir aðgang að aðstöðuhúsinu á tjaldsvæði.
Tjaldsvæði er á Ásbrandsstöðum. Tjaldsvæði fyrir alla, rafmagnsstaurar fyrir húsbíla og tjaldvagna. Í aðstöðuhúsinu er eldunaraðstaða, ísskápur, salernis- og sturtuaðstaða, þvottavéla- og þurrkaðstaða bæði úti og inni. Á tjaldsvæðinu er leiktæki fyrir börn. Golfvöllur er rétt hjá og stendur gestum til boða að leigja golfsett hjá okkur. Mjög ferskt vatn af 70 metra dýpi er til drykkjar beint úr krönunum.
Síðasti landpósturinn á Íslandi bjó á Ásbrandsstöðum, Runólfur Guðmundsson. Faðir hans Guðmundur Kristjánsson var einnig landpóstur. Í minningu þeirra ætlum við að koma upp litlu safni hér á Ásbrandsstöðum. Ljóst er að starfi landpóstanna var oft á tíðum ansi erfiður þegar takast þurfti á við íslenska náttúru og veðurfar og einu fararskjótarnir voru hestar eða tveir jafnfljótir og yfir fjöll og firnindi að fara.