Brú Guesthouse
Við bjóðum upp á gistingu í nýtískulegum smáhýsum fyrir 2-4 gesti í rúmum og svefnsófa. Þau eru vel útbúin með smáeldhúsi, uppábúnum rúmum, svefnsófa, baðherbergi með sturtu, nettengingu, sjónvarpi og aðstöðu til að hlaða rafmagnsbíla.
Við erum staðsett á miðju suðurlandi (rétt hjá Seljalandsfossi)
Það er fátt betra en að vakna upp á fallegum morgni, fá sér morgunkaffið og horfa á hina tignarlegu fjallasýn Eyjafjallajökuls, Tindfjallajökuls, Mýrdalsjökuls og yfir til Vestmannaeyja. Það er alla vega óhætt að segja að við séum á einum heitasta stað landsins í orðsins fyllstu merkinu með fimm virkar eldstöðvar sem umkringja okkur á alla kanta.
Frá okkur er stutt í allar áttir á suðurlandi hvort sem þú vilt fara í göngu á fallegum stöðum, keyra inn á hálendið, skjótast til Vestmannaeyja, fara í golf, skoða hinar fjölmörgu náttúruperlur suðurstrandarinnar eða bara fara í sund og slaka á .
Hvað er í boði
Hleðslustöðvar
Staðsetning | Þjónustuaðili | Tenglar |
---|---|---|
12 (Wall) |