Rauðuskriður gisting í sveitasælunni
Rauðuskriður er hefðbundinn sveitabær sem er staðsettur í Fljótshlíð á suðurlandi, í c.a. 20 mínútna fjarlægð frá Hvolsvelli Í dag er bærinn heimili Þorsteins Guðjónssonar og Ingveldar Guðnýjar Sveinsdóttur og yngri barna þeirra.
Á Rauðuskriðum var mjólkurframleiðsla til ársins 1999 en eftir það höfum við aðallega alið kindur. Við erum þó einnig með nokkra hesta, kýr, tvo hunda og einn kött. Húsin sem hér hafa verið reist eru íbúðurhúsið sem við búum í og fjögur smahýsi sem eru um 30 metra frá íbúðarhúsinu. Hvert smáhýsi er búið öllum helstu nauðsynjum og búnaði til góðrar dvalar, hvort sem er í lengri eða skemmri tíma. Þ.m.t. fullbúið baðherbergi með sturtu, eldunaraðsöðu og helstu eldhúsáhöld og borðbúnaður, uppbúnu hjónarúmi eða tveimur einstaklingsrúmum ásamt handklæðum.
Á svæðinu er ýmislegt við að vera og til að gera dvölina ánægjulegri s.s heitur pottur, gasgrill, útihúsgögn, leiktæki fyrir börnin, snertingin við sveitina og dýrin, margar skemmtilegar lengri og styttri gönguleiðir og svo auðvitað Stóra Dímon. Friðsældin og náttúrufegurðin er einstök á Markarfljótsaurunum. Einnig er boðið uppá samkomutjald og tjaldsvæði fyrir stærri eða minni fjölskyldu eða vinahópa.
Við vonumst til að hitta sem flesta landa okkar á komandi árum.
Nálægar náttúruperlur: Seljalandsfoss, Þórsmörk, Vestmannaeyjar og allir vinsælustu ferðamannastaðir landsins.
Í nágrenninu er fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja sem bjóða uppá margvíslega afþreyingu s.s fjórhjól, hestaleigur, jöklaferðir, snjósleðaferðir og fleira.
Finnið okkur á Facebook hér.