Ferðaþjónustan í Djúpadal
Í Djúpadal er fjölskyldu rekin ferðaþjónusta. Boðið er uppá gistingu.
Gamli bærinn
í gamla bænum eru 3 tveggja manna herbergi og 1 eins manns herbergi. Sameiginleg salerni og eldhús. Hægt að leigja allt húsið eða stök herbergi.
Þórishólmi
Sér hús sem stendur nálægt sundlaug. Húsið er 48fm 4 manna með 2 herbergjum. hjónaherbergi með tvíbreiðurúmi og kojuherbergi. Einnig er svefnsófi í stofu. Í húsinu er fullbúið eldhús og baðherbergi með þvottavél.
Stúdióíbúð í enda á sundlaugarhúsi herbergi fyrir 2 með lítilli eldunaraðstöðu og salerni.
Einnig bjóðum við upp á gistingu í 4 kofum á tjaldstæðinu hver kofi er 14fm svefnpláss fyrir 4. Borð, stólar,rafmagn og hiti. ATH einungis svefnaðstaða með aðgang að hreinlætisaðstöðu og þjónustuhúsi á tjaldstæði.
Allri innigistingu fylgir aðgangur að sundlaug og heitum potti.
Boðið er uppá svefnpokagistingu eða uppábúin rúm.
Tjaldsvæðið Skriðan Djúpadal
Nýtt tjaldsvæði sem er enn í uppbyggingu, góð aðstaða fyrir tjöld og ferðavagna. Salerni, sturtur, heitt og kalt vatn, aðstaða fyrir uppvask, seirulosun, 150 fm aðstöðu hús og nóg af rafmagni og heitu vatni.
Sundlaug
Lítil innisundlaug með heitum potti er á staðnum.
Opið allt árið