Dalahyttur
Dalahyttur er fjölskyldurekið fyrirtæki sem býður upp á gistingu í 9 tveggja manna
herbergjum.
Á staðnum eru þrjú 15m2 smáhýsi. Húsin eru öll útbúin 160 cm rúmi, eldhúseiningu, baðherbergi með sturtu, WiFi og bílastæði er við hvert hús.
Þrjú hús eru útbúin með tveimur 20m2 herbergjum. Sér inngangur er í hvert herbergi utan frá. Í hverju herbergi er 160 cm rúm, sófi, baðherbergi með sturtu, hægindastóll, kaffi og te aðstaða, WiFi og bílastæði fyrir hvert herbergi er við húsin.
Móttaka og veitingahús eru í nýuppgerðum bragga á svæðinu. Matseðillinn er ekki stór en á honum reynum við að hafa eins mikið af heimasvæðinu og við getum. Ef þú hefur einhverja góða hugmynd að veislunni þinni, ekki hika við að spyrja okkur, við erum alltaf til í eitthvað nýtt og reynum eftir fremsta megni að koma til móts við gesti.
Frá húsunum
getur þú notið útsýnis yfir fjöllin, dalinn og Hörðudalsá. Ef norðurljósin láta
sjá sig er tilvalið að sitja úti á verönd og njóta.
Staðsetning Dalahyttna er góð til að njóta bæði friðar og ferðalaga.
Stutt er í allar áttir. Við erum í um klukkutíma akstursfjarlægð frá
Stykkishólmi, Borgarnesi, Hólmavík og Hvammstanga og er staðsetningin því
þægileg til dagsferða um Snæfellsnes, Borgarfjörð, Strandir, Húnaþing og
sunnanverða Vestfirði.
Fyrir bókanir, vinsamlegast hafið samband í síma 869 8778 eða netfangið gudrun@dalahyttur.is.