Bakkakot Cabins
Bakkakot Cabins er staðsett í 5 mínútna göngufjarlægð frá gamla síldaþorpinu Hjalteyri, inni í skógarlundi að Bárulundi í Hörgársveit. Þó að húsin séu staðsett inni í skóginum er frá þeim ægifagurt útsýni út á og yfir Eyjafjörðinn.
Húsin eru nýleg 16 og 26 fm hús með gistirými fyrir 2 í hverju húsi. Möguleiki er að hafa fjóra í stærsta húsinu þar sem þar er líka svefnsófi. Í húsunum er allt sem þarf til að eiga notalega dvöl, baðherbergi með sturtu, allur eldunarbúnaður, sjónvarp og dvd, útigrill o.fl.
Þorpið á Hjalteyri er í 5 mín fjarlægð, þar er rekinn veitingastaður yfir sumartímann, hvalaskoðun og heitur pottur er þar í fjöruborðinu sem og leiktæki og hoppubelgur fyrir börnin. Einnig rekum við Kajakleigu á Hjalteyri og dagsferðaþjónustuna The Traveling Viking.
Bárulundur og Bakkakot Cabins eru í 23 km fjarlægð frá Akureyri, 10 km fjarlægð frá sundlauginni á Þelamörk. Tilvalinn staður til að dvelja á þegar njóta á fegurðar norðurlands.