Fara í efni

Fremstaver

Gisting fyrir 25 manns

Skálinn í Fremstaveri er notalegt hús sunnan undir Bláfelli. Fremstavershúsið rúmar 25 manns til gistingar. Þar er góð aðstaða til matseldar og vatnssalerni. Aðstaða fyrir hross eru hestagerði og heysala.

Í Fremstaveri er veðursælt og gott að vera. Allt umhverfi Bláfells er kjörið til útivistar og náttúruskoðunar. Suð-vestanvert við Bláfell eru Hellrar og Kór, áhugaverðir staðir, en austan við Bláfell rennur Hvítá í gljúfrum og bugum sem gaman er að skoða. Að ganga á Bláfell í björtu veðri er einstök upplifun, því af fjallinu er útsýni vítt um land.

Um aldamótin 1000 bjó Bergþór risi í Bláfelli. Hann skildi eftir sig auðæfi í helli sínum. Sjóður Berþórs er ófundinn þó margir vildu finna. Líklega finnst hellir Berþórs þó aðeins sé hans leitað með réttu hugarfari. Ef til vill hefur einhver nú á dögum öðlast þá auðmýkt og lífvisku sem þarf til að finna fjársjóðinn í Bláfelli, sem hefur verið týndur í þúsund ár.

Sjá meira hér 

Hvað er í boði