Sólbakki 6
Húsið stendur á Sólbakka rétt utan Flateyrar, með óviðjafnanlegt útsýni yfir Flateyri og Önundarfjörð. Það er staðsett nokkur hundruð metra utan við Flateyri. Staðsetning hússins er einstök þar sem nýtur stórfengslegs útsýnis yfir þorpið og yfir allan fjallasal Önundarfjarðar, með fjallið Þorfinn í öndvegi.
Húsið er 200 fm, vel útbúið með svefnpláss fyrir 8 manns. Á neðri hæð hússins er eldhús, borðstofa og stofa í opnu rými, auk þvottahúss og baðherbergis sem sturtu. Svalir eru út frá borðstofu. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi (tvö þeirra stór með 3 rúmum) og baðherbergi með sturtu. Gróinn garður umlykur húsið, þar er garðskýli með gasgrilli. Lítill lækur leggur leið sína meðfram húsinu vestanmegin.
Fjölmargar gönguleiðir eru í nágrenni Flateyrar og boðið er upp á þjónustu göngu gæda, þar sem því verður komið við. Stuttur akstur er yfir á Holts bryggju, sem er vinsæll viðkomustaður.
Finnið okkurá Facebook hér.