Söðulsholt
Ferðaþjónustan í Söðulsholti býður upp á gistingu í 4 bústöðum og er svefnaðstaða fyrir 4 í hverjum bústað. Bústaðirnir eru með 1 svefnherbergi/hjónarúm og svefnloft með tveimur einstaklingsrúmum, vel útbúið eldhús, setustofu, baðherbergi með sturtu og góða útiverönd með útigrill. Lágmarksdvöl eru frá 2-3 nætur. Gestir okkar geta bókað stuttar hestaferðir (hestaleiga) eða rennt fyrir lax og silung á svæðinu (Aukagjald). Einnig bjóðum við upp á hagabeit ef gestir okkar vilja koma með eigin hesta og njóta útreiðatúra á reiðvegum í Söðulsholti og nágrenni. Vinsamlegast hafið samband vegna bókana eða kynnið ykkur mögulegar dagsetningar á vefnum okkar.
Hvað er í boði
Ferðaþjónustan Söðulsholt
Við bjóðum upp á einkareiðtúra (1-3 klst) í fallegu umhverfi og á reiðstígum í Söðulsholti og umhverfi á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hestaleigan okkar er lítil og hafa gestir sem gista í bústöðum okkar forgang í reiðtúra. Vinsamlegast hafið samband vegna bókana.
Söðulsholt Travel Service
We offer private riding tours (1-3 hours) in beautiful surroundings on our riding paths in and surrounding Söðulsholt on the southern side of the Snæfellsnes peninsula. Our horse rental is small and guests staying with us at our cottages have priority booking status for riding tours. Please contact us for bookings.