Fell Cottages
Jörðin Fell er á Norðausturlandi, nánar tiltekið á svonefndri Langanesströnd, sem liggur milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Frá Felli eru 13 km til Þórshafnar, 32 km til Bakkafjarðar og 55 km til Vopnafjarðar, stærsta þéttbýliskjarnans á svæðinu. Fell stendur stutt frá sjó í mikilli náttúrufegurð og rólegu umhverfi undir fellinu sem bærinn dregur nafn sitt af, Smyrlafelli. Við bænum blasir einnig Gunnólfsvíkurfjall, 719 metra hátt og tignarlegt.
Búið er að koma upp sjósundskýli og því fullkomin ástæða til að skella sér í sjóinn í þessari fallegu fjöru.
Boðið er uppá gistingu í 2 sumarhúsum. Smyrill 15 fm hús með 2 rúmum og 1 efri koju, snyrting en ekki sturta. Eldunaraðstaða. Fálki 25 fm hús með 2 rúmum í sérherbergi og svefnsófa fyrir 2 í alrými. Baðherbergi með sturtu. Eldunaraðstaða.
Verið velkomin í gistingu að Felli.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.