Arctic Exposure
Arctic Exposure er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í jeppaferðum um Ísland. Við bjóðum upp á ferðir frá Reykjavík á sérútbúnum jeppum. Við setjum saman ferðir sem henta hverjum og einum allt frá einstaklingum upp í hópa.
Jöklaferðir, hálendisferðir, íshellaferðir, gönguferðir. Ferðirnar henta vel fyrir hverskonar hópa eins og vinnustaðahópa, saumaklúbba, gönguhópa, ljósmyndaklúbba og alla sem langar til að kynnast landinu okkar á nýjan hátt. Við höfum sérhæft okkur í gegnum árin í ljósmyndanámskeiðum og leiðsögumenn okkar þekkja landið einstaklega vel og þá sérstaklega óþekktari náttúruperlur um land allt.
Hringdu eða sendu okkur tölvupóst og saman skipuleggjum við ferð fyrir þinn hóp.