Blágil - Skaftárhreppur
Tjaldsvæðið í Blágiljum er um 10 km sunnan við Laka, frábærlega staðsett á grasbala undir brún Skaftáreldahrauns.
Til að komast að Blágiljum þarf að keyra Lakaveg (F206) þar sem eru nokkrar óbrúaðar ár og er því aðeins fært þangað á góðum jeppum.
Við tjaldsvæðið er fjallakáli með svefnpokaplássi fyrir 16 manns og eldhúsaðstöðu, salerni og sturtu.
Kalt vatn er á tjaldsvæðinu og nota tjaldgestir vatnsalerni í skálanum og er hægt að elda og matast í skálanum ef pláss leyfir en borga þarf fyrir það sértaklega (500 kr á mann). Tjaldgestir geta einnig notað sturtuaðstöðuna í skálanum.
Nánari upplýsingar og bókanir fyrir Blágiljaskála eru á Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri, sími 4874620 og/eða klaustur@vjp.is