Vatnajökulsþjóðgarður – Snæfellsskáli
Snæfellsskáli rúmar um 45 manns í svefnpokaaðstöðu og um 30 í matsal. GPS staðsetning hans er 64.48.250 N / 15.38.600 V. Í skálanum er olíueldavél, rennandi vatn og vatnssalerni á sumrin. Á veturna er timburkamína og þurrsalerni. Við skálann er tjaldsvæði.
Skálinn er staðsettur við rætur Snæfells á vegi F909. Yfir hásumarið bjóða landverðir upp á daglegar fræðslugöngur og fjöldi stikaðra og óstikaðra gönguleiða er við Snæfell og á Snæfellssöræfum. Inn við jökul má finna gestagötuna „Í faðmi jökla“.
Tjaldsvæðið er á mel rétt við Snæfellsskála í Vatnajökulsþjóðgarði og liggur við veg F909. Tæplega kílómeter er frá tjaldsvæðinu að uppgöngunni á Snæfell. Nokkrar merktar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenninu auk gestagötunnar „Í faðmi jökla“ inn við Brúar- og Eyjabakkajökul.
Athugið að opnunartímar skála og tjaldsvæðið er mikið háð veðri og tíðarfari