Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Loðmundarfjörður/Klyppstaður
Í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs að Klyppsstað í Loðmundarfirði er gistirými fyrir 38 manns í svefnpokaplássum. Um er að ræða rúmgóðan gönguskála á leið hinna víðkunnu Víknaslóða. Ekki er sími í skálanum
Gistirými: 38 svefnpokapláss
GPS: N65°21.909-W13°53.787
Annað: Timburkamína til upphitunar, gashellur til eldunar, eldhústjald, vatnssalerni, sturta, þurrkklefi, hleðslubanki fyrir síma og myndavélar, kolagrill og tjaldstæði.
Ath: Skálinn er læstur á veturna en sjálfboðaliðar vinna við gæslu á sumrin.
Upplýsingar um svæðið er að finna á heimasíðu ferðamálahóps Borgarfjarðar