Hvítárnes - Ferðafélag Íslands
Á bakka Tjarnár Í Hvítárnesi stendur sæluhús, þar er gistirými fyrir 30 manns.
Sæluhúsið í Hvítárnesi er elsti skáli Ferðafélags Íslands. Húsið er reist 1930 og er byggingin friðuð. Skálinn er á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er anddyri, lítið og þröngt eldhús og tvö herbergi með kojum. Á efri hæðinni er svefnloft með dýnum á gólfinu og lítið herbergi með dýnum.Í eldhúsinu er rennandi vatn, gashellur og eldhúsáhöld.
Salernishús er spölkorn frá skálanum en engar sturtur. Tjaldað er á grasbala við salernishúsið.
Skálinn er við annan enda gönguleiðarinnar um Kjalveg hinn forna.