Fara í efni

Ingólfsskáli - Ferðafélag Skagfirðinga

Ingólfsskáli, byggður 1978, stendur norðan Hofsjökuls í Lambahrauni skammt fyrir vestan Ásbjarnarvötn í um 800 m.y.s.  Upp úr Skagafirði er ekið veg F72 úr Vesturdal um Giljamúla við Þorljótsstaði. Úr Eyjafirði og af Sprengisandi er komið um Laugarfell. Athuga skal að ekki er fært vestur á Kjalveg nema við sérstakar aðstæður, vel kunnugum á öflugum jeppum. Frá Varmahlíð er ekið um veg 752 og F72 Sprengisandsleið.  Ruddur fjallvegur með óbrúuðum lækjum, fær jeppum og vel búnum bifreiðum.

Aðstaða:
10 manns í kojum og 11+7 á svefnbálki á svefnlofti – Hálendisskáli – Raflýsing frá sólarrafhlöðum.  Skálinn er læstur, hafa þarf samband til að fá aðgang að skálanum.



GPS: N65°00,470 W18°53,790
Norðan Hofsjökuls við Lambahraun.  Ekki vatnsból, kamar

Hvað er í boði