Katla hótelrekstur ehf
Á Hótel Kötlu eru 103 vel búin tveggja manna herbergi með baði, sjónvarpi og þráðlausu neti. Veitingastaðurinn tekur allt að 200 manns í sæti þar sem við bjóðum gestum upp á ljúffengt kvöldverðarhlaðborð allt árið. Á Hótel Kötlu er vel útbúin funda / ráðstefnuaðstaða. Við erum 5 km austan við Vík.
Heitur pottur og gufubað eru við hótelið þar sem notalegt er slaka á og njóta kyrrðarinnar. Hótel Katla - Höfðabrekka er kjörinn staður fyrir starfsmannahópa að halda árshátíðir eða fyrir ráðstefnur. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í fallegu umhverfi hótelsins og í nágrenninu er, t.d, hægt að fara í hestaferðir, þeysa á snjósleða, fara í ísgöngu á Sólheimajökli, skella sér í golf á golfvellinum í Vík eða bara njóta útiverunnar á þessum fallega stað.
-Velkomin á Hótel Kötlu!